Vændi í Reykjavík, gömul saga en ekki ný

Ríkisútvarpið hafði eftir starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra í fréttum kl. 16 að vændi á götum Reykjavík færðist nú í vöxt og flestar væru stúlkurnar af erlendum uppruna.

Því miður eru þetta ekki ný sannindi. Fyrir rúmum tveimur áratugum tók ég nokkrum sinnum á móti erlendum ferðamönnum og fylgdi þeim á Hótel Loftleiðir. Þar falbuðu íslenskar stúlkur erlendum gestum blíðu sína með svo áberandi hætti að ég komst ekki hjá að taka eftir því. Félaga mínum, sem var með mér, var einnig brugðið. Vændi virtist á þessum árum einnig stundað á Hótel Esju og urðu gestir okkar áþreifanlega varir við það.

Gamall maður, sem ég vann með á 8. áratugnum, greindi mér frá vændi á öðrum og þriðja tug 20. aldar sem þá var stundað í höfuðstaðnum svo að þessi smánarblettur hefur verið á íslenskum karlmönnum lengi.

Það er þyngra en tárum taki að Íslendingar séu á meðal skipuleggjenda þessarar starfsemi. Þrælahald virðist með öðrum orðum hafið hér á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband