Atvinnuauglýsingar á mbl.is aðgengilegar að nýju

Í dag gluggaði ég í atvinnuauglýsingar á mbl.is, en eins og kom fram á þessum síðum fyrir nokkru voru þær orðnar óaðgengilegar þeim sem nýta skjálesara. Var því haft samband við Morgunblaðið og á þetta bent.

Ég hef heyrt að Blindrafélagið hafi ráðið Birki Rúnar Gunnarsson sem aðgengisfulltrúa og er það vel. Hverjum sem þessi lagfæring er að þakka er full ástæða til að þakka mbl.is fyrir skjót viðbrögð.

Mbl.is er fjölsóttasti vefmiðill landsins sem kunnugt er. Hann er jafnframt sá langaðgengilegasti. Þótt ýmislegt megi bæta á vefnum komast aðrir vefmiðlar samt ekki þangað með tærnar sem hann hefur hælana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband