Fordómalaus umræða sem byggð er á þekkingu er mun líklegri til að ná árangri í samskiptum þjóða en þær aðferðir sem sleggjudómar íslenskra fjölmiðlamanna einkennast um of af.
Að undanförnu hefur Konfúsíusarstofnunin á Íslandi, Norðurljós, í samvinnu við Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið staðið fyrir fyrirlestrum um Kína. Eru fyrirlestrarnir haldnir í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands í stofu 201 og hefjast kl. 12:00 á miðvikudögum.
Í morgun flutti Helga Kristín Kolbeins afar fróðlegan fyrirlestur um embættismannakerfið í Kína og þróun þess. Rakti hún m.a. hvernig kjörið er til sveitarstjórna og áframhald slíkra kosninga sem getur leitt fólk til setu á kínverska þjóðþinginu.
Miðvikudaginn 28. október verður haldinn fyrirlesturinn
Kína og mannréttindi: alþjóðlegar aðgerðir og tvíhliða viðræður.
Fyrirlesari verður Helga Björk Jónsdóttir.
Umræður um Kína og mannréttindi hafa mjög verið í deiglunni síðan sumarið 1989, er kínversk stjórnvöld brugðust harkalega við mótmælaöldum sem gengið höfðu yfir landið.
Fjölmörg ríki heims brugðust ókvæða við og staða mannréttinda innan Kína var tekin fyrir á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna. Í fyrirlestri sínum fer Helga Björk Jónsdóttir yfir sögu mannréttindaaðgerða gagnvart Kína síðan 1989 og með áherslu á aðgerðir einstakra ríkja og mannréttindaráðs SÞ. Einkum verður tekið mið af reynslu Noregs og Bandaríkjanna af tvíhliða mannréttindaviðræðum við kínversk stjórnvöld síðan 1997 og ólík nálgun þessara tveggja ríkja borin saman. Markmiðið er að skoða hvað ríki geta gert til að bæta líkur þess að þau hafi jákvæð áhrif á mannréttindaþróun innan Kína.
Helga Björk Jónsdóttir lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2006. Þaðan hélt hún til Árósa til frekara náms. Hún bjó í Kína árið 2008 þar sem hún var í starfsnámi við Sendiráð Íslands í Peking. Helga lauk MA-gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á málefni Asíu frá Háskólanum í Árósum sumarið 2009. Meistararitgerð hennar fjallaði um tilraunir smárra og stórra ríkja til að hafa jákvæð áhrif á þróun mannréttinda í Kína.
Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi, stofu 201, miðvikudaginn 28. október, kl. 12.
Þetta er fjórði fyrirlestur af átta sem haldnir verða vikulega í tilefni 60 ára afmælis Alþýðulýðveldisins Kína 1. október sl. Skipuleggjendur eru Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Kínversk íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið. Þann 4. nóvember mun Ingjaldur Hannibalsson fjalla um efnahagsþróun í Kína og viðskipti Íslendinga við drekann í austri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.10.2009 | 17:20 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.