Er þetta Íslendingseðlið?

Á lygnum en köldum góðviðrisdögum skapast hættuástand í Reykjavík. Rykagnir smeygja sér ofan í lungu fólks og valda heilsutjóni. Hreint land, fagurt land - á það lengur við? Naglar spæna upp malbikið og mylja mélinu smærra, naglar sem geta jafnvel valdið stórslysum við ákveðin skilyrði.

Íbúar 105-svæðisins hafa öðrum fremur fengið að kenna á óþægindunum sem stafa af mengun og hávaða. Í dag stöðvuðu þeir umferð í 5 mínútur til þess að vekja athygli á ástandinu. Þá kom Íslendingseðlið berlega í ljós. Ekið var yfir umferðareyjar og strætisvagnsstjóri lét sig ekki muna um að aka eftir gangstétt. Mitt ráð til forstjóra Strætó er að þessi maður verði rekinn úr starfi án tafar og um leið sviptur ökuleyfi til 40 ára.


mbl.is Íbúar mótmæltu svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband