Leikurinn fjallar um sjálfsblekkingi, græðgi og hugleysi og dregur höfundurinn óspart dár að stórmennsku þeirra sem eru í raun lítilmenni og grimmd þeirra sömu sem telja sig umburðarlynda góðborgara.
Mér til mikillar ánægju fóru saman góður texti, flutningur og áleitinn boðskapur. Þýðingin virðist ný eftir Bjarna Jónsson og virtist talsverður munur á henni og þeirri þýðingu sem notuð var þegar Brennuvargarnir voru settir á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum áratugum.
Leikarar skiluðu hlutverkum sínum allvel. Ólafía Hrönn Jónsdóttir sýndi þær öfgar sem eru í skapgerð góðlyndrar, hjartveikrar konu sem þorir hvorki né getur tekist á við raunveruleikann. Húsbóndann á heimlinu, biedermann sjálfan, lék Eggert Þorleifsson. Eitthvað skorti á dýptina í túlkun hans. Honum tókst með engu móti að skapa þau hrokafullu áhrif og sjálfbyrgingshátt sem einkennt hefur personu Biedermanns í túlkun sumra leikara á þessu hlutverki. Þó örlaði fyrir því í lok sýningarinnar.
Ég heyrði á máli manna, sem þekktu greinilega ekki verkið, að þeir héldu að leikritið hefði verið aðlagað þeim atburðum sem orðið hafa á Íslandi að undanförnu. Svo er ekki. Hins vegar geta flestir fundið eitthvað af sjálfum sér í Biedermann og jafnvel brennuvörgnum. Aðrir geta leikið sér að því að fá ýmsum lykilpersónum í bankahruninu sitt hlutverk og verður þá útkoman jafnmisjöfn þeim sem hafast slíkt að.
Ekki þarf að laga Brennuvarga Biedermanns að samtímanum. Sígild leikrit höfða jafnan til þeirra sem njóta þeirra hverju sinni. Þess vegna teljast verk eins og gullna hliðið vart til sígildra verka enda hefur það leikverk enst illa og aldrei verið sýnt í fullri lengd. Af Brennuvörgunum þar ekkert að skera.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menning og listir | 23.10.2009 | 13:23 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 319745
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.