Leiftrandi ritþing til heiðurs Kristínu Marju

Í dag var haldið í Gerðubergi ritþing til heiðurs Kristínu Marju Baldursdóttur og var salurinn fullsetinn. Þinginu stýrði Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og voru spyrjendur auk hans Ármann Jakobsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Lesendur Kristínar Marju urðu ekki fyrir vonbrigðum. Svör hennar leiftruðu af greind og snarpri hugsun og sum verða lengi í minnum höfð.

Þórhildur varpaði m.a. fram spurningu um sársaukann sem Karítas Jónsdóttir þjáðist af. Hennar helsti sársauki voru samskiptin við eiginmanninn og e.t.v. börnin. Hún spurði höfundinn hvort ekki hefði verið eðlilegra að Karítas flytti með Sigmari til Akureyrar og settist þar í húsi þar sem hún gæti málað að vild.

Kristín Marja svaraði því til að þá hefði hún orðið að sjá um heimilið eins og hefur verið hlutskipti flestra íslenskra kvenna fram á vora daga. Hún hefði væntanlega farið með Sigmari suður til Reykjavíkur öðru hverju, litið inn í Listamannaskálann og séð þar málverk sem aðrir höfðu málað. Þá hefði hún fundið til sársauka þar sem hún hefði svikið listina.

Karítas Jónsdóttir þykir ýmsum lesendum hafa verið sjálfhverf og eigingjörn. Verður hið sama ekki sagt um alla þá sem helga sig köllun sinni? Ætli karlmenn sem hafa látið eiginkonur sínar axla ábyrgð og skyldur vegna heimilishaldsins teljist ekki sjálfhverfir, eigingjarnir og tilætlunarsamir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband