Sölumaður rifjar upp gömlu taktana

Í gær hóf ég störf við sölumennsku. Hún er í því fólgin að selja fólki áskriftir. Það á ágætlega við samvisku mína enda er tilboðið fýsilegt.

Samstarfsfólkið er prýðilegt og andinn virðist góður á vinnustaðnum. Það læðist þó að mér sú ónotalega tilfinning að ég sé að kasta ákveðinni þekkingu á glæ. Um það þýðir víst ekki að fást enda hefur hún að mestu verið afþökkuð undanfarin fjögur ár.

Upp úr stendur að einangrunin sem fylgir miklu iðjuleysi er rofin a.m.k. um stundarsakir og það er vel, það er í raun dásamlegt.

Ég var dálítið stirður í upphafi en þegar á daginn leið liðkaðist um málbeinið og salan gekk betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband