Ég hóf að senda Pétri Halldórssyni stutt hljóðrit í janúar 2006 og var því fyrsta útvarpað 24. janúar. Í marsbyrjun urðu stuttir pistlar eða hljóðmyndir fastur liður í fimmtudagsþáttunum. Fyrstu hljóðmyndirnar gaf ég Ríkisútvarpinu enda fann ég fyrst og fremst upp á þessu til þess að hafa eitthvað að fást við á meðan mesta áfallið eftir atvinnumissinn reið yfir. Hljóðmyndirnar hafa nú verið á dagskrá í tæp fjögur ár. Ég get því vel við unað.
Mér skilst að það sé ekki af sparnaðarástæðum sem mér sé sagt upp heldur eru hljóðmyndir taldar of þungt efni fyrir morgunútvarpið. Sumir telja einnig að þessi tími henti illa flutningi slíks efnis. Það má svo sem til sanns vegar færa. Flestir hlusta á morgunútvarpið í litlum tækjum og á meðan þeir drekka morgunkaffið sitt, en til sumra hljóðritanna er vandað og talsverð vinna lögð í að láta þau hljóma sem best.
Hljóðmyndir eru svo skemmtilegt efni að ríkisútvarpið ætti að leggja metnað sinn í að hafa þær á dagskrá í hverri viku, jafnvel á hverjum degi. Vel mætti hugsa sér að þátturinn Víðsjá yrði vettvangur slíkra hljóðmynda sem yrðu ekki lengri en 3-5 mínútur í mesta lagi. Allnokkrir einstaklingnar hérlendir kunna vel til verka á þessu sviði og er nú hugmyndinni komið á framfæri í þeirri von að einhver lesi þennan pistil.
Vissulega læðist að mér dálítill söknuður þegar ég hætti að vinna með ágætum dagskrárgerðarmönnum víðs og breiðs og þó einkum Pétri Halldórssyni. Ég er hins vegar afar þakklátur fyrir þau tækifæri sem mér hafa gefist í þessum þáttum. Hljóðmyndagerðin hélt að vissu leyti lífinu í mér á meðan atvinnuleysið svarf hvað harðast að.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Menning og listir | 9.12.2009 | 22:25 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel að velflestir hlusti ekki á útvarp heima hjá sér í litlum viðtækjum, heldur einskorðist hlustun á útvarp við bílnotkun...
Óskar Þorkelsson, 10.12.2009 kl. 15:11
Sæll Arnþór, þetta eru ekki góðar fréttir sem þú flytur hér að ofan, ég vona innilega að úr rætist hjá þér kæri vinur, hafðu það gott á jólaföstunni.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.12.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.