Versnandi tungutak auglýsenda

Nú er sótt að íslenskri tungu sem aldrei fyrr. Ég hef áður fjallað um ókei-sýkina sem er á góðri leið að útrýma góðum og gildum svörum eins og jæja, er það, nú, hvað segirðu, jahá, ja hérna o.s.frv.

Þá virðist fallabrenglun nú æ algengari í auglýsingum en áður. Í sjónvarpi allra landsmanna birtist um þessar mundir auglýsing frá Ormson þar sem fólk er hvatt til þess að fara í þá verslun sem næst er: Akranes, Ísafjörður, Egilsstaðir o.s.frv., en svo kemur allt í einu "Ármúla", ekki "Ármúli".

Það er nóg á landsbyggðina hallað þótt því sé sleppt að viðurkenna að nöfn kaupstaða beygjast líka. Þannig ættu staðarnöfnin í auglýsingu Ormsonbræðra að vera í þágufalli.

Einu sinni var auglýst eftir starfsmanni í auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og var áskilin góð þekking á íslensku máli. Ég sótti um stöðuna og var ekki einu sinni virtur svars.

Ég er farinn að efast um að þess sé lengur gætt að auglýsingar séu á sæmilegu máli. Til dæmis skellur nú á hlustum fólks auglýsing eins og þessi: Skólavörðustígurinn, alltaf brattur. Vissulega er Skólavörðustígurinn brattur. Það tekur á að hjóla upp að Hallgrímskirkju og ýmsum þykir gangan niður stíginn reyna óþgætilega á fæturna.

Vissulega er talað um að hinn eða þessi sé brattur og er þá átt við að hann eða hún se´hress eða ánægð(ur) með sig. Skólavörðustígsverslunareigendur geta vissulega veerið ánægðir með sinn hlut en stígurinn verður eftir sem áður brattur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Var að hlusta á tvo útvarpsmenn á Bylgjunni í gær. Þeir voru eitthvað að fylgja eftir Kóklestinni. Þar talaði annar um að hann mætti ekki ,,hellast" úr lestinni. Það virðist vera að þessi vitleysa sé að festast í málinu.

Þórir Kjartansson, 13.12.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

... "veerið" á að vera verið...

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband