Blásið til baráttu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti og fyrrum framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í gær að með því að afnema verðtryggingu persónuafsláttar þeirra sem eru í neðsta skattþrepi, eigi í raun að rýra lífskjör þeirra. Þegar ákveðið var að fara þessa leið árið 1989 mótmælti Öryrkjabandalagið harðlega. Viðræðurnar báru engan árangur og ríkisstjórnin fór sínu fram.

Þeir sem stóðu í baráttunni á síðasta áratug og muna afleiðingar persónuafsláttarins, sem fór lækkandi að raungildi eftir því sem árin liðu, hugsa til þess með skelfingu hverjar afleiðingarnar yrðu næðu áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Ég ímynda mér í góðvild minni að hér eigi embættismenn hlut að máli fremur en kjörnir þingfulltrúar.

Hér með er skorað á samtök lífeyrisþega og verkalýðshreyfinguna að beita öllu afli sínu til þess að koma í veg fyrir að önnur herferð á hendur lífeyrisþegum verði hafin með því að mismuna þeim og auka þannig skattbyrðar þeirra í framtíðinni umfram hina efnameiri þegna þjóðfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikil er góðvild þín...

Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2009 kl. 11:29

2 identicon

Ó þeir hætta ekki fyrr en við erum öll dauð og grafin á kostnað ríkisins.

Þá þarf ekki að þriggja þrepa skatt. enginn lengur á framfæri ríkisins eða lífeyrissjóðanna. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband