Eitthvað orkar tvímælis

Það er eins og vanti í þessa frétt að Alþingi eigi síðasta orðið í þessu verkefni. Að vísu hefur því verið haldið fram að Landsvirkjun sé þessu máli hlynnt og bent hefur verið á að sjálfstæðir orkuframleiðendur telji hag sínum jafnvel betur borgið ef ofkusala úr landi verður að veruleika.

Eins og sakir standa framleiðir Ísland einungis brot af þeirri orku sem Evrópa þarfnast og við erum sennilega betur sett án sæstrengs.

Nú þurfa forkólfar meirihlutans á Alþingi að taka af öll tvímæli í þessu máli. Annað væri svik við þjóðina.

 


Grímulaus birting heimsvaldastefnunnar

Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna áréttar betur en orð fá lýst að Bandaríki Norður-ameríku eru grímulaust heimsvaldasinnað stórveldi.
Bandaríkin hugsa ekki um hag annarra en sjálfra sín. Eigingirni, drottnunarárátta, tortryggni í garð annarra þjóða og tortryggni gagnvart öllu því sem forysta þeirra trúir ekki, lýsa af hverju orði sem hrýtur af munni fulltrúa þeirra.

Bandaríkjamenn vara við áleitni rússa á norðurslóðum. Það mætti halda að þeir vissu ekki hversu löng strandlengja Rússlands er á þessu svæði.

Bandaríkin vara við Kínverjum sem hafa áhuga á því sem er að gerast á Norðurslóðum. Trump og félagar virðast ekki vita að kínversk stjórnvöld gera sér nú æ betri grein fyrir áhrifum hlýnunarinnar á veðurfarið í Kína og sjá þess merki að samhengi er á milli ástandsins við norður-heimskautið og aukinnar bráðnunar hálendisjökla Asíu.
Það eru nokkur ár síðan kínverskir vísindamenn settu fram þá kenningu að í raun væru heimskautin þrjú: Suðurskautið, norðurskautið og Himalayjafjallgarðurinn, en þar horfir nú til vandræða vegna bráðnandi jökla.

Varaforseti Bandaríkjanna er varasamur sendiboði. Hann er jafnhættulegur trúarofstækismaður og hryðjuverkamenn sem skipa sér í fylkingar með meintar kenningar spámannsins að vopni. Mörgum þessara hryðjuverkamanna er það sameiginlegt að þeir eru ólæsir á Kóraninn og lepja upp ýmiss konar fullyrðingar sem tuggðar hafa verið ofan í þá.

Hið sama er um fjölda fólks í Bandaríkjunum. Þeir beita trúarbrögðunum til hryðjuverka á heims vísu og fylgja ótrauðir leiðbeiningum trúarleiðtoga sem eiga sér einga stoð í veruleikanum.

Heimsóknin, sem nú er lokið, sýnir betur en flest annað hið raunverulega eðli bandarískra heimsvaldasinna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband