Eitthvað orkar tvímælis

Það er eins og vanti í þessa frétt að Alþingi eigi síðasta orðið í þessu verkefni. Að vísu hefur því verið haldið fram að Landsvirkjun sé þessu máli hlynnt og bent hefur verið á að sjálfstæðir orkuframleiðendur telji hag sínum jafnvel betur borgið ef ofkusala úr landi verður að veruleika.

Eins og sakir standa framleiðir Ísland einungis brot af þeirri orku sem Evrópa þarfnast og við erum sennilega betur sett án sæstrengs.

Nú þurfa forkólfar meirihlutans á Alþingi að taka af öll tvímæli í þessu máli. Annað væri svik við þjóðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband