Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. Mars, berast þau tíðindi frá Sameinuðu þjóðunum að konur inni af hendi 66% starfa í heiminum. Þær fá einungis 10% þeirra tekna sem verða til.
Var nokkur kona í framvarðarsveit íslensku útrásarinnar?
Stjórnmál og samfélag | 8.3.2010 | 09:29 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athyglisverðastur er lokakafli greinarinnar þar sem lýst er hvernig baugsveldið tugtaði fjármálaeftirlitið til svo að afturkallaðar voru tilmæli um skil ársskýrslna og hámarkshlut svokallaðra venslafyrirtækja.
Eftir þennan lestur hljóta menn að spyrja hvorir höfðu eftirlit með hvorum, fjármálaeftirlitið eða Baugur!
Áhugasamir menn um fjármál, sem kaupa ekki Morgunblaðið, eru hvattir til að verða sér úti um eintak sunnudagsmoggans og kynna sér grein þessa. Hún er ágætur aðdragandi væntanlegrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Stjórnmál og samfélag | 7.3.2010 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólíklegt er að stjórnin segi af sér vegna þessa máls. En Alþingi, stjórn og stjórnarandstaða, þurfa nú að endurmeta starf´saðferðir sínar.
Skilaboðin eru skýr og Hollendingar ásamt Bretum hefðu varla getað fengið afdráttarlausari svör.
![]() |
Nær allir segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2010 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fréttum mátti skilja að búnaðarþingsfulltrúar hefðu verið nær einróma sammála um að Íslendingar bæru skarðan hlut frá borði gengju þeir í Evrópusambandið og sáu fyrir sér andlát landbúnaðarins eða í það minnsta mikinn samdrátt.
Sitt sýnist hverjum um Evrópusambandið. Það væri rangt að halda því fram að íslensk verkalýðshreyfing og samtök fatlaðra hefðu ekki sótt aukinn rétt á hendur atvinnuveitendum og stjórnvöldum vegna aðildar að EES. Þá halda ýmsir því fram að Evrópusambandinu hafi í raun ekki gengið verr að vernda fiskistofnana en okkur og enn aðrir benda á að Bretar hafi fengið að hafa olíuvinnslu sína í friði fyrir Evrópusambandinu.
Við bónda nokkurn ræddi ég í gær sem hélt því skýlaust fram að íslenskur landbúnaður biði lítinn hnekki við að Íslendingar gengju í sambandið. Tók hann grænmetisbændur sem dæmi og taldi þá hafa eflst við að fá aukna samkeppni. Efaðist hann ekki um að íslenskur landbúnaður stæðist ásókn innfluttra búvara yrði þess gætt að slaka ekki á kröfum um vandvirkni og gæði. Taldi hann að lítill skaði yrði þótt eitthvað fækkaði þeim fáu sem stunduðu svína- og alifuglarækt enda ynni fátt fólk vð þessar atvinnugreinar sem væru stóriðja en ekki landbúnaður. Ekki nefndi hann þó á nafn þá sem vinna við fullvinnslu afurðanna.
Umræðan um Evrópusambandið hefur yfirleitt verið á þeim nótum hér á landi að menn hafa annaðhvort hampað kostunum eða dregið fram þá ókosti sem aðild fylgja. Einstaka maður hefur þó hafið sig upp úr hljóförunum og borið fram býsna sterk rök máli sínu til skýringar, en mest hefur umræðan hefur verið í upphrópunum.
Það má telja víst að Samfylkingin hafi aflað aðildinni mikilla óvinsælda með því að keyra umsóknarferlið áfram í trássi við meirihluta Alþingis og í raun var helaumt af vinstri grænum að standa þar ekki á sannfæringu sinni.
Íslendingar þurfa nú á flestu öðru að halda en þeim peningaaustri sem fer í aðildarviðræðurnar og allt sem þeim tilheyrir. Það er meira en vafasamt að eyða dýrmætum tíma og fjármunum í slíkt í þeirri von að um skyndilausn verði að ræða - einkum þegar litið er til þess hvernig horfurnar eru nú á Evrusvæðinu.
Í einsýni sinni uggir Samfylkingin ekki að sér, sniðgengur bændastéttina, sýnir henni lítilsvirðingu og fjölgar með því væntanlegum andstæðingum aðildarinnar. Bændur eru nefnilega langminnugasta stétt landsins.
Stjórnmál og samfélag | 3.3.2010 | 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kornflögum, sem eru uppáhaldsfæða slímsveppa, var raðað í svipað mynstur og útborgir Tókíó. Skilið var eftir autt svæði þar sem miðborgin var og ein slímsveppsfruma sett þar. Sveppurinn tók að teygja anga sína í allar áttir og eftir nokkrar klukkustundir hafði verið þróað fullkomið gangakerfi sem flutti næringu til miðstöðvarinnar.
Gangakerfið var svipað því mynstri sem lestakerfi Tókíóborgar byggir á. Í framhaldi af þessu hefur verið þróað ákveðið reiknilíkan sem vísindamenn halda að geti komið hönnuðum samgöngumannvirkja að gagni. Líkaninu er hægt að beita til þess að fylgjast með umferð og haga almenningssamgöngum eftir því hvernig hún liggur.
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2010 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://eyjapistill.blog.is
Auk þeirra er birt ítarefni s.s. óklippt samtöl sem aldrei var útvarpaði í heild og efni sem varðveittist en var útvarpað í þáttunum.
Eyjapistill var á dagskrá Ríkisútvarpsins frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þáttunum var ætlað að greiða fyrir samskiptum Vestmannaeyinga eftir að þeir urðu að flýja jarðeldana í Vestmannaeyjum sem hófust aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí þá um sumarið.
Bloggsíðan verður þróuð eitthvað áfram og væntanlega bætt inn á hana myndum sem eiga við efni pistlanna.
Eyjapistlarnir voru fyrsta tilraun Ríkisútvarpsins til eins konar landsbyggðarútvarp og samfélagslegrar þjónustu. Þeir mörkuðu því djúp spor í sögu stofnunarinnar.
Ritstjóri bloggsíðunnar er Gísli Helgason, annar umsjónarmanna Eyjapistils.
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2010 | 09:06 (breytt 2.3.2010 kl. 06:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er næstum borin von að samkomulag náist fyrir atkvæðagreiðsluna 6. mars og hvernig sem hún fer verður aðstaða Íslendinga eftir hana enn verri en hún var fyrir hana. Jóhanna Sigurðardóttir benti á í fréttum Ríkisútvarpsins að í raun væri atkvæðagreiðslan gagnslaus þar sem nú lægi þegar fyrir skárra tilboð en samningurinn sem Alþingi samþykkti.
Stjórn og stjórnarandstaðan hafa nú fengið aðreyna að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið auk þess að hafa sannreynt hvar Davíð keypti ölið.
Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé of upptekin af Ísbjargarmálinu til þess að sinna nokkru öðru. Að sumu leyti er þetta rétt. Mál þetta er farið að eitra frá sér um allt samfélagið og þótt víðar sé.
Það er einkennilegt að Hollendingar og Bretar geti beitt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum með þeim hætti sem hefur verið gert. Íslendingar eiga sér nokkra öfluga stuðningsaðila sem virðast ekki duga til að slíta þetta tvennt úr samhengi - aðstoðina og Ísbjörgina. Þannig er vitað að forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, sem er valdameiri í sínu ríki en forseti Íslands á Íslandi, hafi lagt svo fyrir að fulltrúi Kína í stjórn sjóðsins styðji þá afstöðu kínversku ríkisstjórnarinnar að um tvö aðskilin mál sé að ræða og hið sama þykjast Norðmenn hafa gert. Með einhverjum hætti verður að einangra Hollendinga og Breta í málinu og það gætu Bandaríkjamenn gert ef þeir kærðu sig um.
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2010 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Fjarðabyggð hafa ýmsir afþakkað hlutastörf vegna þess að langt er að sækja á vinnustað, kaupið lágt og bensínverðið hátt. Samgöngur eru strjálar og því ekki hægt að reiða sig á þær.
Á höfuðborgarsvæðinu er svipað upp á teningnum. Fólk býr sjaldan í grennd við vinnustað sinn og eftir hrunið á fasteignamarkaðinum eru búferlaflutningar takmarkaðir. Þá er ekki víst að hjón fái vinnu í sama bæjarhluta.
Við hjónin búum á Seltjarnarnesi. Konan vinnur suður í Hafnarfirði og ég vestur á Fiskislóð. Samgöngum er þannig háttað að vagnar standast illa á og ferð suður í Hafnarfjörð getur tekið allt að hálfum öðrum tíma á morgnana. Hún færi þessa leið á skemmri tíma á reiðhjóli.
Hið sama gildir um undirritaðan. Vegna þess hvernig samgöngum er háttað milli Seltjarnarness og Fiskislóðar tekur það álíka langan tíma að fara til vinnu gangandi og með strætisvagni. Gönguleiðin er hins vegar hættuleg þeim sem sér ekki fótum sínum forráð.
Því var spáð í uphhafi þessarar aldar að bensínverð færi hækkandi og lægju til þess ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Sú spá gengur nú eftir. Samgönguyfirvöld verða að íhuga breytingar á almenningssamgöngum og komast að niðurstöðu um breytingar sem bætt gætu nýtingu vagnanna.
Þá er ekki seinna vænna en yfirvöld undirbúi nú þegar rafvæðingu bifreiðaflotans og reyndar ættu olíufélögin að ganga þar á undan með góðu fordæmi. Innan 10 ára verða bensínbílar komnir á útsölu og meðhöndlaðir sem hvert annað gamaldags fyrirbæri sem fáir vilja eiga og flestir losna við.
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2010 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í gær spurði fréttamaður Morgunblaðssjónvarpsins þrjá ráðherra, Jóhönnu, Össur og Steingrím, hvernig þeir (ráðherrarnir) ætluðu að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Jóhanna og Össur véku sér undan svari en Steingrímur kvaðst ætla að greiða núverandi samningi atkvæði sitt.
Er á öðru von þegar ekki liggur nýr samningur á borðinu?
Ekki er æskilegt að fréttamenn Morgunblaðsins láti hafa sig að ginningarfíflum með þessum hætti. Nóg er nú samt.
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2010 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá sjöunda áratugnum minnist ég þess að flugmenn háðu verkfall og þótti óbilgirni þeirra mikil, enda voru þeir hálaunaðir þá sem nú. Hið sama á við um flugvirkjastéttina. Hún er engin láglaunastétt.
Hver reynir að halda sínu og því hærri sem grunnlaunin eru þeim mun hærri verða kröfurnar. Haldið skal í stéttamuninn með öllum tiltækum ráðum. Sumir hafa til þess bolmagn og fjárhagsleg áhrif. En á þeim, sem hafa hvorki bolmagn, þor né fjárhagsleg áhrif, er níðst.
Hefði verið gengið að kröfum flugvirkja hefði mátt kalla það sem svo að þeir hefðu níðst á samfélaginu. Ef til vill verður að fara að skilgreina hugtakið kjaraníðingur.
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2010 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 320321
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar