Ætli slímsveppur geti hjálpað Íslendingum ið almenningssamgöngur

Pétur Halldórsson greindi frá því í þættinum Vítt og breitt á rás eitt í morgun að japanskir vísindamenn við Sapporo-háskóla hefðu fyrir skömmu gert athyglisverða tilraun.

Kornflögum, sem eru uppáhaldsfæða slímsveppa, var raðað í svipað mynstur og útborgir Tókíó. Skilið var eftir autt svæði þar sem miðborgin var og ein slímsveppsfruma sett þar. Sveppurinn tók að teygja anga sína í allar áttir og eftir nokkrar klukkustundir hafði verið þróað fullkomið gangakerfi sem flutti næringu til miðstöðvarinnar.

Gangakerfið var svipað því mynstri sem lestakerfi Tókíóborgar byggir á. Í framhaldi af þessu hefur verið þróað ákveðið reiknilíkan sem vísindamenn halda að geti komið hönnuðum samgöngumannvirkja að gagni. Líkaninu er hægt að beita til þess að fylgjast með umferð og haga almenningssamgöngum eftir því hvernig hún liggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband