Færsluflokkur: Kvikmyndir
Kvikmyndir | 23.2.2014 | 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir um aldarfjórðungi varð sá atburður að farið var að sýna kynningarmynd um Vestmannaeyjar um borð í Herjólfi. Lag nokkurt, Vestmannaeyjar, sem ég er höfundur að, var notað sem undirstaða hljómgrunnsins.
Eftir því sem mér var tjáð var ætlunin að sýna þessa mynd í nokkra mánuði og átti að fjármagna hana með auglýsingum. Þar sem ekki hafði verið leitað heimildar höfundar til þess að nýta lagið var STEF fengið til að stöðva sýningu myndarinnar og var það gert bæði fljótt og vel. Framleiðandi myndarinnar hafði að engu bréfaskriftir þar til hótað var málsókn.
Heimildir herma að einungis hafi einn auglýsandi greitt auglýsingu sína og varð því tap af framleiðslu myndarinnar. Þegar upp var staðið nam greiðslan einungis 5.000 krónum. Þannig tapaði kvikmyndagerðarmaðurinn bæði fjármunum og ærunni.
Kvikmyndir | 19.9.2012 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1945 gáfu fóstursystkinin, Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir, sem þá var matráðskona Landspítalans, Laugaskóla tvær 35 mm kvikmyndasýningarvélar af tegundinni Peerles. Voru vélarnar settar upp í íþróttahúsi skólans og sýningar hafnar um haustið. Svo segir í einni heimild:
Laugaskóla gefnar Kvikmyndavélar
Laugaskóla hafa verið gefnar tvær vélar til kvikmyndasýninga. Voru það Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir fóstursystir hans sem færðu skólanum þessa rausnarlegu gjöf. Vélarnar voru sendar til Húsavíkur með skipi og þaðan fluttar til Lauga. Og ekki var lokið höfðingsskap Helga og Kristbjargar því þau báru einnig kostnað af uppsetningu vélanna og þeim lagfæringum sem gera þurfti á þeim, en skólinn greiddi fyrir breytingar sem gerðar voru á Þróttó svo það hentaði til kvikmyndasýninga. Var vélunum fundinn staður á svölum miðhæðar Þróttó og er nú hægt að sýna kvikmyndir í salnum. Kvikmyndasýningar hafa verið tíðar í vetur og Laugamenn verið duglegir að mæta í bíó."
Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem nú stýrir kvikmyndasýningum að Laugum, voru vélarnar notaðar framundir 1970, en þá hafði ný tækni rutt sér til rúms. Árið 2005 var ráðist í breytingar á íþróttahúsi skólans, samanber heimasíðu hans, http://laugar.is/
Þá var önnur vélin gerð upp og er nú til sýnis í glerskáp. Var hin vélin notuð sem varahlutir.
Gísli Helgason hitti um daginn Þorstein Glúmsson frá Vallarkoti í Reykjadal, en hann man vel eftir því er kvikmyndasýningar hófust á Laugum.Frásögn hans er á þessari slóð:
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1148493/
Stefnt er að því að ná tali af Snæbirni Kristjánssyni, sem lengst stjórnaði kvikmyndasýningum á Laugum og forvitnast nánar um uppsetningu vélanna. Í heimildinni, sem vitnað var í hér að ofan, kemur fram að breyta hafi þurft vélunum. Gera má ráð fyrir að það hafi stafað af þeim mismun sem var á rafkerfi Bandaríkjanna og þess er algengast var á Íslandi um þessar mundir.
Kvikmyndir | 7.3.2011 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljómsveitarstjóri var Benjamin Shwartz. Hljómsveitarstjóra og hljóðfæraleikurum var innilega fagnað að tónleikum loknum og lék hljómsveitin eitt aukalag.
Útsending Ríkisútvarpsins, sem þeir stjórnuðu, Bjarni Rúnar Bjarnason og Georg Magnússon, var með þeirri prýði að vart getur betra hand- eða á ég að segja hljóðbragð. Hafi leikur hljómsveitarinnar verið óaðfinnanlegur var útsendingin og hljóðdreifing á heims mælikvarða.
Efnisvalið á tónleikunum var afar fjölbreytt og gaf ágæta mynd af því besta sem samið hefur verið fyrir kvikmyndir.
Tónleikarnir hófust á tveimur verkum eftir austurríska tónskáldið Erich Wolfgang Korngold (29. maí 1897 -29 nóvember 1957), en hann helgaði kvikmyndatónlist ævistarf sitt að mestu leyti. Er merkilegt að hugsa til þess að áhrifa hans gætir enn á meðal kvikmyndatónskálda ríflega hálfri öld eftir andlát hans, samanber verk Veigars Margeirssonar.
Ekki verður hér fjallað um einstök verk tónleikanna. Þau voru hvert með sínu sniði og spegluðu vel það sem margir vita að kvikmyndatónlist er ekki óæðra listform eins og sumir hafa haldið fram. Margt af því, sem flutt var í kvöld, verður að teljast á meðal hins besta sem samið hefur verið síðasliðna öld.
Hljómsveitarstjórinn kynnti flest verk tónleikanna sjálfur og komst Arndís Björk Ásgeirsdóttir því sjaldan að. Þess ber að geta að kynningar hennar á sinfóníutónleikum eru einstaklega fágaðar og vel unnar svo að unun er á að hlýða. Undirritaður gat ekki varist hlátri þegar hljómsveitarstjórinn tilkynnti eftir að svítunni um Hróa hött lauk, að Íslendingar hefðu unnið Norðmenn í handbolta.
Tónlistarunnendur eru eindregið hvattir til þess að fara inn á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is og hlusta á þessa einstæðu tónleika.
Aðstandendum öllum er óskað til hamingju með kvöldið.
Úr því að hljómsveitin nær að hljóma svona vel úr Háskólabíói fyrir tilstilli meistara Ríkisútvarpsins, hvernig skyldi hún þá hljóma úr Hörpu? Væntanlega betur í salnum, en vart verður lengra komist í útvarpi.
Kvikmyndir | 20.1.2011 | 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flestir, sem fóru að sjá myndina, væntu þess að um væri að ræða heimildamynd um vélskipið Skaftfelling VE 33, sem kom til landsins í maí 1918, en skipið var smíðað að tilhlutan Skaftfellinga. Annaðist skipið flutninga á milli Reykjavíkur, Vestmannaeyja og nokkura hafna í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, þó aðallega Víkur frá því í apríl ár hvert fram í október, um 20 ára skeið. Áhugasömum lesendum skal bent á bækling um Skaftfelling og útvarps þátt á síðunni http://hljod.blog.is undir flokknum "Sögur af sjó".
Flestum sýningargestum bar saman um að myndin væri vel gerð og falleg. Skaftfellingur er umgjörð ferðalags Helga Felixsonar inn í fortíðina þar sem hann leitast við að sýna þýðingu Skaftfellings fyrir samfélagið í Vík og ást Sigrúnar Jónsdóttur á skipinu. Þannig er myndin og slík er nálgun höfundarins. Helgi leitaði víða fanga og hafði úr miklum efnivið að moða. Myndin er því ávöxtur og hugarsmíð hans fyrst og fremst.
Dálítillar ónákvæmni gætti í myndinni og skorti nokkuð á að höfundur nýtti sér þær heimildir sem honum voru fengnar. Til að mynda virtist sem Skaftfellingur hefði fyrst og fremst þjónað víkurbúum og verið eign þeirra, en svo var ekki. Að vísu er vikið að því í einni frásögn myndarinnar að kaupstaðarferðir Skaftfellinga vestur á Eyrabakka hefðu lagst af eftir að "báturinn" eins og hann var kallaður manna á meðal hóf siglingar austur í Vík. En Skaftfellingur kom víðar við. Má nefna Hvalsýki og Öræfin, en skipið fór ævinlega tær-þrjár ferðir þangað á hverju sumri. Hlutafjár til smíði skipsins var aflað um Skaftafellssýslurnar báðar. Þá var Skaftfellingur hluti samgöngukerfis Vestmannaeyinga um fjögurra áratuga skeið og efast ég um að nokkurt skip hafi þjónað Vestmannaeyingum svo lengi.
Auk þess að vera óður til þessa aldna skips er myndinn óður til genginna forfeðra og háaldraðs fólks sem segir frá. Helgi virðist hafa gott lag á að laða fram eðlilega frásögn og samtölin eru dýrmæt. Í myndinni er seilst nokkuð langt þegar fjallað er um áætlanir um vegargerð meðfram suðurströndinni til Víkur og vakin athygli á þeim gríðarlegu náttúruspjöllum sem af henni myndu hljótast. Varð mér ósjálfrátt hugsað til þess hvernig menn hafa tilhneigingu til þess að fórna öllu á altari tæknivæðingar og þæginda. Segja má að þetta hliðarspor höfundar myndarinnar sé afsakanlegt því að um samgöngumál er að ræða og Skaftfellingi var ætlað að verða samgöngubót sem hann og varð.
Óvíst er hvernig farið hefði fyrir Skaftfellingi hefði hann ekki verið tekinn til flutninga milli Vestmannaeyja og Fleetwood veturinn 1940, er Helgi Benediktsson tók hann á leigu og keypti síðan. Hlutverki hans var þá lokið enda var þá orðið bílfært astur í Vík fyrir nokkru. Kaup Helga Benediktssonar á skipinu urðu einnig til þess að Skaftfellingar fengu mestallt hlutafé sitt endurgoldið, sem þeir höfðu lagt til smíðanna á Skaftfellingi rúmum tveimur áratugum áður og Skaftfellingur var um áratugaskeið og er reyndar enn einn af fjölskyldunni.
Nú verður Skaftfellingur eign Kötluseturs sem nýlega hefur verið stofnað. Hver, sem hefur áhuga á verndun menningarminja hér á landi, má vera þakklátur hverjum þeim sem tekur að sér umsjón þeirra og varðveislu.
Mynd Helga Felixsonar er hugljúf en þörf áminnig þess að Íslendingar hugi betur að sögu sinni og náttúru en verið hefur.
Kvikmyndir | 20.11.2010 | 10:05 (breytt kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag verður útvarpað seinni þremur leikritum Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur um einfarana. Leikritin eru stutt, gæðin misjöfn, en öll eru þau góð og sum á meðal þess besta sem ritað hefur verið fyrir útvarp. Hlustendur geta notið þeirra á vef Ríkisútvarpsins í nokkurn tíma eftir að þeim hefur verið útvarpað.
Þá verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld heimildamyndin Álfahöllin, sem Jón Karl Helgason gerði í tilefni 60 ára afmælis Þjóðleikhússins. Íslandsklukkan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar er meginþráðurinn sem myndin er ofin um og var einróma álit áheyrenda, sem sáu frumsýningu hennar í Þjóðleikhúsinu í gær, að vel hefði til tekist um gerð myndarinnar. Það hríslaðist um suma sælukennd þegar gamlar ljósmyndir eða kvikmyndir birtust. Um undirritaðan fór skjálfti þegar hann heyrði brot úr lokaþætti Þrymskviðu sem sýnd var árið 1974 og þyrfti að taka á ný til sýningar.
Áberandi var hvað hljóðsetningin var góð og aldrei komu högg mili atriða eins og svo títt er um kvikmyndir, enda er Jón Karl gjörkunnugur útvarpi sem dagskrárgerðarmaður. Jón Karl Helgason fékk í fyrsta sinn birt eftir sig efni í Ríkisútvarpinu árið 1973, þegar hann var 6 vetra. Hann sendi okkur vísu í eyjapistil og minnir mig að fyrstu tvær hendingarnar hafi verið þannig:
Nú er gos í Heimaey, gufan er þar yfir.
Þá er og rétt að vekja athygli á Víðsjárþættinum um Matthías Jochumsson sem frumfluttur var á föstudaginn var. Þátturinn var að flestu leyti listavel gerður. Það spillti þó nokkru að tólist var látin hljóma undir frásögnum og kvæði. Þá var alls ekki nægilega vel vandað til kvæðalestrarins og til að mynda var lestur kvæðisins um móður skáldsins afleitur.
Að lokum eru menn hvattir til að hlýða á tónleika með sönglögum eftir Árna Thorsteinsson, en þeir voru ritdæmdir á þessum síðum fyrir skömmu.
Kvikmyndir | 14.11.2010 | 13:58 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með tilveruna, Páll.
Kvikmyndir | 17.10.2010 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimildamaður bloggsins mun greina nánar frá þessum kvikmyndafundi í akureyrskum fjölmiðlum í næstu viku.
Kvikmyndir | 26.2.2009 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til minningar um myndina sem enn lifir góðu lífi á meal sérvitringa, eins og Hrafn sagði sjálfur, er birt hér hljóðrit frá 30. janúar síðastliðnum. Hrafn heyrist krunka. Sé grannt eftir hlustað heyrist hvar hann tyllir sér á svalahandrið. Þar virðir hann hljóðnemana fyrir sér og hverfur síðan á braut með fyrirlitningarkrunki. Þessi andskoti er sko ekki ætur!
Áhugasömum hlustendum er einkum bent á vængjasláttinn og hreyfinguna.
Kvikmyndir | 4.2.2009 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndin lýsir baráttu foreldra einhverfs drengs við að kynnast syni sínum og leita leiða til þess að rjúfa einangrun hans. Í myndinni er brugðið upp svipmyndum af kennslu einhverfs fólks og getið um einhverfa einstaklinga sem hafa náð langt vegna hæfileika sinna.
Myndin er áhrifarík og um leið skemmtileg. Hún er vel fallin til að brjóta niður ýmsa fordóma - ekki einungis gagnvart einhverfu fólki heldur öðrum með ýmiss konar fötlun.
Móðir drengsins segir í myndinni að einhverft fólk sé fangar fötlunar sinnar og hjálpa verði því að brjótast út úr fangelsi sínu.
Ótrúlega margir í samfélagi okkar eru fangar aðstæðna sem oft þarf lítið til að vinna bug á. "Vilji er allt sem þarf" segir í alþekktu ljóði. Sá vilji verður að vera samfélagsins.
Kvikmyndir | 11.1.2009 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar