Ódulin óþolinmæði og hótanir

forseti Íslands gerir marga pirraða um þessar mundir og telur Morgunblaðið jafnvel sólarhirnganá sem liðnir eru frá því að hann fékk lögin um Icesave til undirritunar eða höfnunar.

Í gær lýsti Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, þeirri skoðun sinni að drægi forsetinn ákvörðun sína fram á daginn í dag ylli það stórskaða á fjármálamarkaði.

Þá virðist Eiríkur Tómasson, prófessor, pirraður, enda framsóknarmaður, og segir að nú jaðri drátturinn við stjórnarskrárbrot. Tuttugasta og sjötta grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er þannig:

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Haldi menn nú ró sinni og lofi forsetnaum að hugsa í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á meðan öskra fjandvinir forsetans sig hása og ausa hann þvílíkum óhróðri að ekki er eftir hafandi. Undarlegt eðli sem lýst hefur verið á Alþingi af Ólafi sjálfum.

Hitt er svo ný hlið á almennri skynsemi að þegar menn telja sig eiga nokkuð undir því að tiltekinn einstaklingur verði við kröfum hans- að þá spari þeir sig hvergi við að hæða hann, niðurlægja í orðum og ausa hann óhróðri meðan svars er beðið.  

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband