Nú er lag - forsetinn í farbann

Það er ekki sá ágreiningur millum stjórnar og stjórnarandstöðu að ekki geti náðst samkomulag um nauðsynlegar breytingar á Icesave-lögunum sem dygðu til þess að allir aðilar færu sáttir frá borði. Í öllu falli væri það skárri lausn en þjóðaratkvæðagreiðsla og þau áhrif sem hún kynni að hafa á endurskoðun samninga síðar meir.

Verði lögin afmunin eða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu verður forseta vorum tæplega sætt á forsetastóli lengur. Háværar raddir eru nú komnar fram um að forsetinn aflýsi opinberum heimsóknum þar til Icesave-málinu sé lokið.

Ótrúlega margt er skrafað um þessar mundir. Til dæmis hefur það hleypt illu blóði í marga að forsetinn þori hvorki né sjái ástæðu til að ræða við íslenska fréttamenn en kjósi fremur að baða sig í ljósi breskra fjölmiðla.

Því var haldið fram við undirritaðan í morgun að í raun væri Davíð Oddsson sigurvegarinn í málinu. Skoðanir hans urðu ofaná og Ólafur skrifaði ekki undir. Um leið brustu vináttubönd millum forsetans og margra stuðningsmanna hans. Þar með hefði Davíð náð hefndum, sagði viðmælandinn.


mbl.is Meirihluti vill afnema lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona er Davíð mjög líklegur til þess að túlka það.

Enda örugglega búinn að vellta sér mikið upp úr Machiavelli.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 21:25

2 identicon

Það lýsir ákaflega mikilli grunnhyggni að setja frá sér staðhæfingu á borð við "Verði lögin afmunin eða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu verður forseta vorum tæplega sætt á forsetastóli lengur". Forsetinn hefur enga efnislega afstöðu tekið til laganna. Honum ber engin kvöð eða skylda, hvorki lagaleg né siðferðileg, til þess að segja af sér alveg sama hvernig niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu fer. Allar slíkar hugrenningar eru tóm óskhyggja. Forsetinn var einungis að bregðast við firnasterkri kröfu þjóðarinnar um að málinu yrði skotið í hennar dóm.

Þetta kallast "lýðræði" og hefur lengi verið eitur í beinum þeirra sem kenna sig við "jafnaðarmennsku".

Það er enfremur athyglisvert að á sama tíma og téðir jafnaðarmen á Íslandi blána í framan af bræði og krefjast farbanns yfir forsetanum, þá hafa víða um heim í dag birst í stórum fjölmiðlum fréttaskýringar þar sem honum er hrósað fyrir hugrekki og að virða vilja þjóðar sinnar. Þjóðin stendur enda í mikilli þakkarskuld við hann fyrir að varpa ljósi á átakanlegt ráðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:40

3 identicon

Merkileg söguskoðun Hilmars Ólafssonar um meinta lýðræðist ást andstæðinga jafnarmanna. Mér er spurn: Nokkrar mikilvægar ákvarðanir er varðað hafa þjóðarhag og skipt mun meiru máli til áratuga en þras um einhver prósentubrot sem alltaf má semja um að nýju hafa varið teknar á lýðveldistímanum. Vil nefna þátttöku í Norðuratlanshafsbandalaginu (NATO), tillögu um þjóðaratkvæði voru felldar (jafnaðarmennirnir er að því stóður voru Sjálfstæðisflokkurinn allur, Framsóknarflokkur og hluti Alþýðuflokks); Innnganga í Fríverslunarbandalag Evrópu EFTA, þjóðaratkvæði fellt af jafnaðarmönnunum í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki; Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, þjóðaratkvæði hafnað af jafnaðrmönnum í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki; Virkjun Kárahnjúka, (hafnað af jafnaðarmönnum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki).

Í þessu er samhengi Sjálfstæðismenn eru Jafnaðarmenn ef marka má skilgreiningu Hilmars. Vona að þeim falli það vel. VG og forverar þeirra hafa aldrei verið á móti þjóðaratkvæði þar til nú og ekki allir.

Emil (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband