Enn um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Eins og kunnugt er þeim sem lesa þessar færslur vinn ég nú sem sölumaður við Fiskislóð í Reykjavík. Þangað gengum við hjónin í morgun og nutum veðurblíðunnar. Fórum við okkur fremur hægt enda var sums staðar launhált. Við vorum rétt rúman hálftíma á leiðinni.

Við búum við Tjarnarból á Seltjarnarnesi. Um nesið ganga tveir strætisvagnar. Velji ég þann kost að fara með strætisvagni til vinnu tekur það frá 24-35 mínútur eftir því hvernig stendur á vögnum. Færum við hjólandi og flýttum okkur hægt værum við u.þ.b. 8-10 mínútur á ferðinni.

Strætisvagnarnir, sem ganga um Seltjarnarnes, fara báðir niður í miðbæ Reykjavíkur. Þaðan þyrfti ég að taka vagn aftur vestur í bæ. Er þetta nokkurt vit?

Miðað við horfur á næstunni má búast við að bifreiðaeign Íslendinga fari þverrandi. Þess vegna ættu menn nú að reyna að gera enn eina tilraun til þess að efla samgöngur og koma þeim í vitrænt horf. Mig grunar að afskipti kjörinna borgarfulltrúa Reykvíkinga hafi átt talsverðan þátt í því að nýja strætókerfið, sem margir bundu svo miklar vonir við, er hreinn óskapnaður.

Umræðan um Strætó fyrir nokkrum árum var sorglega lík því sem orðið hefur um Icesave, sem sumir kalla Ísbjörgu. Í báðum tilvikum lagðist íhaldið af alefli á árarnar og reri að því að eyðileggja þann árangur sem var í augsýn. Úr varð samgönguóskapnaður. Ef íhaldið sér að sér og formaðurinn fer að ráðum sér reyndari manna er ef til vill von um að úr rætist með Ísbjörgu. Engum er alls varnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband