Aðventulóur

Í gær barst mér skemmtilegur tölvupóstur frá vinkonu minni á Áfltanesi, Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Hún býr á sjávarbakkanum og fylgist vel með fuglalífinu þar. Hún sagði mér að lóur hefðu verið á kreiki þar allt fram að jólum.

Eins og lesendur þessarar síðu muna hljóðritaði ég vetrarkvak lóunnar vestur á Seltjarnarnesi 1. nóvember sl. og útvarpaði því þann 5. Var það sennilega í fyrsta sinn sem vetrarljóðum lóunnar hefur verið útvarpað hér á landi, en þau eru heldur dauflegri en sumarsöngurinn.

Hafi lóurnar sem voru á vappi hjá Sigurbjörgu haldið til Bretlands fóru þær svo sannarlega úr öskunni í eldinn. Hver veit nema einhverjar lóur haldi sig enn hér á landi og verði hér í allan vetur.

Gaman væri að frétta frá lesendum hvort þeir hafi orðið varir við lóuna eftir áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband