Rétturinn til að traðka á réttindum annarra

 

Skoðanadálkar Morgunblaðsins geta orðið blaðamönnum hættulegir engu síður en bloggið.

Ýmsir blaða- og forystumenn Morgunblaðsins bentu á að menn yrðu að fara sér hægt í bloggheimum því að skrif þeirra gætu gert þá óhæfa til þess að fjalla um ýmis mál. Til að mynda gæti farið svo að viðmælendur þeirra treystu þeim ekki.

Í morgun birtist grein eftir Ívar Pál Jónsson, blaðamann, þar sem hann greindi lesendum frá því að hann hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum árið 2002. Ástæðan var miðjusókn flokksins og sú staðreynd að ríkisútgjöldin hefðu aukist í stjórnartíð hans. Af greininni má skilja að flokkurinn hafi gengið þvert gegn lífsskoðunum Ívars Páls sem styður frelsi einstaklingsins sem hljóti þar með að geta varpað af sér oki ríkisafskipta.

Sagan ber þess vitni að frelsi einstaklingsins hafi að ýmsu leyti verið of mikið hér á landi á valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Þá gerðu ófullkomnar reglur útrásarvíkingunum kleift að valda þeim skaða sem nú er orðinn svo að stálheiðarlegum mönnum eins og öðrum ritstjóra Morgunblaðsins eða jafnvel báðum ritstjórunum blöskrar.

Maðurinn er líkur hundinum að því leyti að hann hrifsar til sín alla höndina ef honum er réttur litli fingur svo fremi sem ekkert banni honum það. Hætt er við að lífsviðhorf Ívars Páls Jónssonar leiddu af sér slíkt ófremdarástand.

Morgunblaðið hefur jafnan haft lag á að ráða til sín blaðamenn sem hafa verið ólíkrar skoðunar. Sá illi grunur læðist um þessar mundir að undirrituðum að það sé sennilega liðin tíð.

Rétturinn til þess að traðka á rétti annarra er mörgum hugleikinn um þessar mundir. Senn verða sóttir til saka 9 einstaklingar sem réðust inn á Alþingi í fyrra, ollu þar spjöllum og fengu litlu sem engu áorkað nema slasa fólk sem gegndi skyldu sinni. Hitt er verra an enn skuli engum þeirra, sem sannarlega eru sekir um stórglæpi, ekki hafa verið komið undir lás og slá. En Ólafur Hauksson segir að senn styttist í það. Þá geta ýmsir vel við unað og Alþingisvargarnir gætu orðið stoltir af því að hafa orðið fyrstir í biðröðinni. Útrásarvíkingarnir koma svo á eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband