Geirnegling Icesave

Þriðjudaginn 26. þessa mánaðar var athyglisvert viðtal við Þórdísi Ingadóttur, sem kennir alþjóðarétt við Háskólann í Reykjavík. Rakti hún þar m.a. hvernig yfirlýsingar æðstu ráðamanna geti skuldbundið þjóðir. Taldi hún meira en líklegt að stjórnvöld hér á landi hefðu með yfirlýsingum sínum þegar skuldbundið þjóðina til að standa skil á þeim greiðslum sem deilurnar standa nú um vegna Icesave-málsins. Leiðir það hugann að því hvort æðstu ráðamönnum landsins hafi í raun verið sjálfrátt í þeim hrunadansi sem há'ður var haustið 2008.

Þá held ég að leiðarahöfundur Morgunblaðsins hafi talað fyrir munn margra í gær þegar hann taldi einsýnt að auðveldara yrði að fresta útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ætli það væri ekki skynsamlegasta niðurstaða málsins? Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars og skýrslan þann 9.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrrverandi ríkisstjórn samdi um Icesave í nóv. 2008. Á grundvelli þess samkomulags greiddu bresk og hollensk yfirvöld innistæðueigendum að tilteknu marki. Er það rættlætanlegt að koma núna og láta eins og þetta samkomulag hafi aldrei verið til?

Hlutur Sjálfstæðisflokksins í þessu máli er því vægast sagt mjög einkennilegur. Að vera með en samt á móti!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband