Eyjapistill á Netinu

Nú hafa þeir Eyjapistlar, sem varðveittust, verið gerðir aðgengilegir á síðunni

http://eyjapistill.blog.is

Auk þeirra er birt ítarefni s.s. óklippt samtöl sem aldrei var útvarpaði í heild og efni sem varðveittist en var útvarpað í þáttunum.

Eyjapistill var á dagskrá Ríkisútvarpsins frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þáttunum var ætlað að greiða fyrir samskiptum Vestmannaeyinga eftir að þeir urðu að flýja jarðeldana í Vestmannaeyjum sem hófust aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí þá um sumarið.

Bloggsíðan verður þróuð eitthvað áfram og væntanlega bætt inn á hana myndum sem eiga við efni pistlanna.

Eyjapistlarnir voru fyrsta tilraun Ríkisútvarpsins til eins konar landsbyggðarútvarp og samfélagslegrar þjónustu. Þeir mörkuðu því djúp spor í sögu stofnunarinnar.

Ritstjóri bloggsíðunnar er Gísli Helgason, annar umsjónarmanna Eyjapistils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband