Á fréttum mátti skilja að búnaðarþingsfulltrúar hefðu verið nær einróma sammála um að Íslendingar bæru skarðan hlut frá borði gengju þeir í Evrópusambandið og sáu fyrir sér andlát landbúnaðarins eða í það minnsta mikinn samdrátt.
Sitt sýnist hverjum um Evrópusambandið. Það væri rangt að halda því fram að íslensk verkalýðshreyfing og samtök fatlaðra hefðu ekki sótt aukinn rétt á hendur atvinnuveitendum og stjórnvöldum vegna aðildar að EES. Þá halda ýmsir því fram að Evrópusambandinu hafi í raun ekki gengið verr að vernda fiskistofnana en okkur og enn aðrir benda á að Bretar hafi fengið að hafa olíuvinnslu sína í friði fyrir Evrópusambandinu.
Við bónda nokkurn ræddi ég í gær sem hélt því skýlaust fram að íslenskur landbúnaður biði lítinn hnekki við að Íslendingar gengju í sambandið. Tók hann grænmetisbændur sem dæmi og taldi þá hafa eflst við að fá aukna samkeppni. Efaðist hann ekki um að íslenskur landbúnaður stæðist ásókn innfluttra búvara yrði þess gætt að slaka ekki á kröfum um vandvirkni og gæði. Taldi hann að lítill skaði yrði þótt eitthvað fækkaði þeim fáu sem stunduðu svína- og alifuglarækt enda ynni fátt fólk vð þessar atvinnugreinar sem væru stóriðja en ekki landbúnaður. Ekki nefndi hann þó á nafn þá sem vinna við fullvinnslu afurðanna.
Umræðan um Evrópusambandið hefur yfirleitt verið á þeim nótum hér á landi að menn hafa annaðhvort hampað kostunum eða dregið fram þá ókosti sem aðild fylgja. Einstaka maður hefur þó hafið sig upp úr hljóförunum og borið fram býsna sterk rök máli sínu til skýringar, en mest hefur umræðan hefur verið í upphrópunum.
Það má telja víst að Samfylkingin hafi aflað aðildinni mikilla óvinsælda með því að keyra umsóknarferlið áfram í trássi við meirihluta Alþingis og í raun var helaumt af vinstri grænum að standa þar ekki á sannfæringu sinni.
Íslendingar þurfa nú á flestu öðru að halda en þeim peningaaustri sem fer í aðildarviðræðurnar og allt sem þeim tilheyrir. Það er meira en vafasamt að eyða dýrmætum tíma og fjármunum í slíkt í þeirri von að um skyndilausn verði að ræða - einkum þegar litið er til þess hvernig horfurnar eru nú á Evrusvæðinu.
Í einsýni sinni uggir Samfylkingin ekki að sér, sniðgengur bændastéttina, sýnir henni lítilsvirðingu og fjölgar með því væntanlegum andstæðingum aðildarinnar. Bændur eru nefnilega langminnugasta stétt landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.3.2010 | 22:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.