Öskrarinn á Alþingi

Þeir sem hafa lesið Harry Potter muna eftir áhaldi sem reiðar mæður sendu börnum sínum í galdraskólanum. Áhald þetta öskraði skammir yfir börnunum svo að hvert mannsbarn í matsalnum heyrði.

Forystumaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins er nú kallaður manna á meðal „öskrarinn“ því að hann hefur talið sér öskurstíl á Alþingi. Helsta efni ræðna hans segja jafnvel ungir sjálfstæðismenn séu hótanir og aftur hótanir.

Manna á meðal er sagt að ástæðan sé sú að hann verði að sýnast reiður. En í raun sé hann í miklum vanda staddur. Hann langi til að stjórnin falli vegna úrslitanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni og helst þyrfti að gerast áður en rannsóknanrskýrslan verður birt því að þá sé hætt við að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji.

Nú heyrast þær raddir að stjórnin sitji fram yfir skýrslu en þá verði skipuð utanþingsstjórn til þess að ráða fram úr Icesave-málinu því að Alþingi með hálfbrjálaða stjórnarandstöðu og lausa herdeild innan VG sé hvorki fært um að leysa það mál né önnur sem brenna nú á þjóðinni. Silfur Egils og umræðurnar á Alþingi í dag hafi sýnt það svart á hvítu.

Íslands óhamingju verður allt að vopni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband