Andar seldir á uppboði

Í fréttum BBC í morgun var greint frá því að í húsi nokkru á ótilgreindum stað á Nýja Sjállandi hefði fólk verið í miklum vandræðum vegna draugagangs. Andarnir létu öllum illum látum og ollu heimilisfólkinu talsverðu ónæði.

Húsmóðirin á heimilinu greip þá til sinna ráða. Hafði hún samband við miðil og kom hann á vettvang. Samdist um það milli hans og andanna, sem voru tveir, að þeir yrðu lokaðir hvor inni í sinni flöskunni.

Konan velti nú fyrir sér hvað skyldi gera við andana og setti þá á uppboð. Þeir seldust!

Hún tjáði fréttamanni BBC að nýi eigandinn hygðist leita til almennings um hvað gera skyldi við andana. Sjálf sagðist hún vilja að vel yrði farið með þá. Varla getur ákvörðunin um að loka andaskinnin inni í flösku kallast mannúðleg. Getur verið að orðið andúð sé orðið til vegna þeirrar andúðlegu aðferðar að hneppa anda í fjötra með því að loka þá inni í flöskum eða sauðarleggjum?

Það eru þá sennilega sannar sögurnar um Sæmund fróða sem kom Kölska fyrir í sauðarlegg og hinar fjölmörgu sögur í Þúsund og einni nótt af öndum í hvers konar ílátum og flöskum. Hvað þá um anda sem tengjast hringjum og lömpum?

Þótt þetta sé grafalvarlegt mál ætla ég samt að setja þetta í aukaflokkinn spaugilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband