Í dag birtir hún einkarskondinn pistil um Steingrím J. Sigfússon og ráðlausa leiðtoga Sjálfstæðisflokksins (túlkun undirritaðs).
Þar sem pistillinn er lipurlega ritaður og ýmislegt má lesa milli línanna leyfi ég mér að birta hann hér.
"Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er örugglega flesta daga sanngjarn maður, eins og íhaldsmenn eru mjög gjarnan. En stjórnmálamenn telja sig stundum ekki hafa efni á sanngirni. Flokkshagsmunir banna þeim slíkan lúxus. Þetta verðum við hin að umbera, enda hafa góðmennska og sanngirni ekki komið nokkrum manni áfram í pólitík, ekki einu sinni Jóhönnu Sigurðardóttur.
Kristján Þór ritar grein í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag undir yfirskriftinni Þreyttur maður verður að víkja. Þar er að finna harkalega gagnrýni á sprækasta mann ríkisstjórnarinnar, Steingrím J. Sigfússon, manninn sem stendur vaktina öllum stundum meðan samráðherrar hans í ríkisstjórn fela sig í ráðuneytum sínum og mæta helst ekki í fjölmiðla af ótta við að fá óþægilegar spurningar.
Steingrímur sagði á dögunum að hann væri orðinn þreyttur á því kjaftæði að ríkisstjórnin gerði ekkert fyrir fólkið í landinu. Kristján Þór grípur þessi orð fjármálaráðherrans og snýr út úr þeim á allan hátt.
Niðurstaða hans er að Steingrímur sé úrræðalaus og svo þreyttur að hann sé sjálfum sér og öðrum til ama, og eigi því að víkja. Nú ætti öllum sæmilega sanngjörnum mönnum að vera ljóst að Steingrímur J. Sigfússon var ekki að niðurlotum kominn þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á kjaftæðinu um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hann var að verja á afdráttarlausan hátt verk ríkisstjórnarinnar.
Þar sem Kristján Þór er dyggur sjálfstæðismaður á hann að skilja að ákveðni er góður eiginleiki í fari formanns stjórnmálaflokks. Sjálfstæðismenn hafa alla jafna lagt mikið upp úr slíkum eiginleika. Þeir vita að formaður stjórnmálaflokks á að svara fyrir sig af
röggsemi og jafnvel berja í borðið ef því er að skipta.
Ekki er langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn átti líkan leiðtoga þótt hann eigi hann ekki nú. Ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum að Steingrímur J. Sigfússon nýtur meira trausts meðal þjóðarinnar en aðrir stjórnmálamenn. Það er ekkert undarlegt að sjálfstæðismönnum svíði það að færasti stjórnmálamaður sem nú er starfandi skuli vera sósíalisti og í flokki sem er á móti atvinnuuppbyggingu, hagvexti og stóriðju, svo einungis sé fátt eitt nefnt af því sem kemur upp í hugann þegar Vinstri-grænir eiga í hlut. Það væri ólíkt skemmtilegra fyrir sjálfstæðismenn (og hægri krata) að sjá öfluga forystu í stjórnmálaleiðtoga sem styður atvinnuuppbyggingu, hefur hæfilega ást á fjármagninu, trúir á einstaklingsframtakið og lítur ekki á stóriðju sem aukabúgrein djöfulsins.
Eini mótleikur sjálfstæðismanna gegn hinum óþreytta Steingrími J. er að tefla fram þrautseigum leiðtoga með ótvíræða forystuhæfileika."
kolbrun@mbl.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.3.2010 | 10:46 (breytt 19.3.2010 kl. 07:27) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolbrún hittir naglann á höfuðið. OUCH!!
Flosi Kristjánsson, 18.3.2010 kl. 13:34
Ég hef einnig iðulega gaman af "freudískum" mismælum:
"Í dag birtir hún einkarskondinn pistil um Steingrím J. Pistilsson "
Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.3.2010 kl. 01:28
Fjandi er hún góð. Miklu betri penni en rödd.
Eygló, 19.3.2010 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.