Yfirburðasigur Sjálfstæðisflokksins í vændum á Seltjarnarnesi í vor

Nú eru dagar Bæjarmálafélags Seltjarnarness senn taldir. Einungis kraftaverk getur bjargað félaginu að sögn eins stofnanda þess.

Samfylkingarfélagið á nesinu ákvað fyrir nokkru að kljúfa sig út úr félaginu og bjóða fram. Bæjarmálafélag Seltjarnarness hélt sínu striki og efndi til prófkjörs í síðasta mánuði. Á listanum var fólk úr röðum VG, Framsóknar og óháðra.

Nú hafa þær fréttir borist að framsóknarmenn ætli að bjóða fram ásamt óháðum og má því telja víst að dagar félagsins verði senn taldir.

Ýmsum stofnendum félagsins svíður þetta og telja með ólíkindum að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins skilji ekki að skipulegt andóf sé vænlegast til árangurs. Einn þeirra orðaði það svo að nú hygðist hann kjósa Sjálfstæðisflokksins. Hann vissi hvað væri í boði og vildi gjarnan stuðla að yfirburðasigri jafnágætrar konu og Ásgerðar Halldórsdóttur gegn sundrungaröflunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

jú, þetta er umhugsunarvert fyrir Seltirninga. Þegar ekki tekst betur til með valkost við forræði Sjálfstæðisflokksins er eins gott að gera prófkjör Sjálfstæðisflokksins að raunverulegu kosningunum á Nesinu. Maí-kosningarnar eru þá meira upp á punt.

Páll Vilhjálmsson, 27.3.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband