Til varnar kattasmalanum á Alþingi

Oft þykir bæði óhæfa að segja það sem flestir hugsa og enn verra ef fólk gegnir æðstu trúnaðarstöðum.

Jóhanna Sigurðardóttir mælti það sem segja þurfti þegar hún líkti sér við kattasmala og skal ekki farið frekar út í þá samlíkingu hér. Í dag var þetta rætt manna og meðal og þótti flestum sem Jóhönnu hefði vel mælst. Einhverjum varð á að hnoða saman vísur um þann flokk sem kennir öllum um það sem miður fer en sjálfum sér og hefur í raun með hegðan sinni gengið í lið með niðurrifsöflum íhaldsins í landinu. Þótti þeim sem formaður flokksins ætti í vök að verjast og spáðu jafnvel klofningi flokksins.

Þessir vitru vinstrigrænir

viljað hafa flestu ráða.

Af sjálfumgleði sýnast vænir,

sundrung helst er þeirra dáða.

Þessi sundurlyndislýður

leikur sér að framtíðinni!

Upp úr bráðum sjálfsagt sýður

sakfellingum nema linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband