Sannleikurinn og uppgjörið

Við fyrstu yfirsýn ofbýður ýmsum og áreiðanlega flestum það sem lesa má út úr rannsóknarskýrslunni, þar á meðal um fjármögnun bankanna, þjófnað eigenda og stjórnenda ásamt andvaraleysi stjornvalda. Þá má einnig nefna vinatengsl, tortryggni og fleira.

Vandséð er hvernig fyrrverandi ráðherra, sem enn situr á Alþingi og nokkrir þingmenn sem nutu óeðlilegrar fyrirgreiðslu, komast hjá því að segja af sér þingmennsku og Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að þurfa að stokka upp í forystu sinni.

Þótt vissulega þurfi að takast á við ýmis álita- og siðferðismál sem rakin eru í skýrslunni verður ekki komist hjá því að draga ýmsa einstaklinga til ábyrgðar. Hvernig ætlar Morgunblaðið, sem eitt sinn var blað flestra landsmanna, að varðveita trúverðugleik sinn?


mbl.is Stund sannleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bendi á að Björgvin G. hefur þegar í dag axlað gífurlega pólitíska ábyrgð á hrunskýrslunni með því að segja sig úr varastjórn Mjólkurbús Flóamanna og einig úr varastjórn Safnastofnunar Selfoss.

HAnn situr hinns vegar sem fastast sem fyrsti þingmaður Suðurlands.

Gunnlaugur I., 12.4.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband