Afleit kynning

Síðustu tvo laugardaga voru á dagskrá rásar 1 tveir þættir um íslenska tungutækni. Þættirnir voru í umsjón Ingunnar Högnadóttur og var þar margt vel gert.

Í gær fjallaði hún m.a. um íslensku talgervlana, Sturlu, Snorra og Röggu. Hvorki verður hér lagður dómur á umsögn hennar né viðmælanda. Hljóðritun talgervlanna var svo slæm að hún hlýtur að hafa fælt fólk frá að kynnast þeim nánar. Hið sama var um viðtölin. Þau voru óvenju illa hljóðrituð og sætir furðu að ekki séu gerðar meiri kröfur til dagskrárgerðarmanna Ríkisútvarpsins, einkum þegar um byrjendur er að ræða.

Eitthvað virðist skorta að ungu fólki sé leibeint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband