Íslenski heimssýningarskálinn vekur athygli

Nú hefur heimssýningin mikla í shanghai verið opnuð. Þessar fréttir bárust frá Emil Bóassyni og Wang Chao sem búa á Gleðifjalli í Bandaríkjunum:

„Vorum að horfa á fréttir Kínverska sjónvarpsins. Þar var viðtal við ímyndarstjóra Kínverja vegna Heimssýningarinar í Shanghæ (bænum ofan sjávar). Eftir að hafa rætt nokkuð um sinn þátt í sýningunni og hljómlistina við opnunarverkið þar sem hann spilaði eigin píanókonsert með hefðbundnu kínversku ívafi svo sem tilbrigðum við Gulárkonsertinn fræga var hann spurður hvaða sýningaskála hann myndi heimsækja. Auðvitað skála stórþjóða eins og Frakka og Bandaríkjamanna, en eftirtktarverðastur fyrir einfeldni og hreinleika þar sem allt væri hafblátt og virtist vistvænt væri íslenski skálinn og þangað ætlaði hann einnig.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband