Framandi fiskur í Flúðaeldi

Í morgun birtist athyglisverð fréttaskýring eftir Ágúst Inga Jónsson í Morgunblaðinu.

„Eldi á hvítum matfiski gæti orðið að veruleika á Íslandi næstu árin og eru t.d. Flúðir taldar ákjósanlegur staður fyrir slíkt. Fiskar með framandi nöfn eins og tilapia, baramundi og seabass yrðu fóðraðir og aldir í sláturstærð. Ekki skemmir fyrir að fiskarnir eru grænmetisætur að hluta til og eldið því vel í sveit sett í þessu mikla landbúnaðarhéraði. Fiskurinn yrði síðan fluttur út til Evrópu og hugsanlega Bandaríkjanna.“

Ferskvatnið í nágrenni flúða er sagt vera lykillinn að þessu væntanlega eldi, en þar er að finna talsvert af u.þ.b. 30 stiga heitu vatni, en það er kjpörhiti fyrrnefndra fisktegunda.

Talið er að fullbúin fiskeldisstöð kosti nokkur hundruð milljóna en bundnar eru vonir við að allmörg störf skapist við hlývatnseldið sjálft og annað sem fylgir slíkri starfsemi. Gert er ráð fyrir að framleiðslan geti numið allt að 3.000 tonnum á ári.

http://mbl.is/mm/greinilegur/mogginn/bladid/bl_grein.html?grein_id=1336329


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að enn eitt fiskeldisævintýrið sé ekki í uppsiglingu.  Tilapia frá
Kína og öðrum suðlægum Asíu löndum er meðal ódýrustu fiska í stórmarkaðnum í bænum.  Kílóið af frosinni tilapíu í raspi kostar um 1150 krónur.  Atlantshafsþorskur einnig í brauði, raunar mun meira brauði, er seldur á
um 1040 krónur kílóið. 

Í öllum bænum ekki enn einn kollhnís.  Eldi suðlægra fiska til manneldis á Íslandi er sjálfsagt eins arðbært og selja ísskápa á Suðurskautslandinu.

Emil (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband