Gallinn við Pdf-skjölin hefur hingað til verið sá að erfitt hefur verið fyrir þá, sem nota skjálesara, að hitta á fyrirsagnir, millifyrirsagnir o.s.frv. Adobe forritin og önnur forrit sem breyta skjölum í pdf-skjöl, gefa færi á að setja inn fyrirsagnir og ýmislegt sem getur auðveldað lesendum að blaða í skjölunum. Íslensku prentmiðlarnir, Morgunblaðið, Fréttablaðið, DV og Viðskiptablaðið, gefa lesendum sínum kost á Pdf-útgáfum blaðanna. Sá hængur er á að ekki eru settar fyrirsagnir eða aðrar slíkar tilvísanir í skjölin. Nú eru væntanlega allir þessir fjölmiðlar með fullkomin ritvinnslukerfi eða blaðavinnslukerfi. Ég velti því nú fyrir mér hvort ekki sé hægt að smíða hugbúnað sem auðveldi útgefendum að ganga þannig frá Pdf-skjölunum að þau verði auðlæsilegri. Morgunblaðið er þegar með slíkt kerfi fyrir textaútgáfu blaðsins og er það til mikillar fyrirmyndar. Þó ber nokkuð á því að sumar greinar skili sér ekki þangað.
Vissulega er einfaldast að fletta dagblöðunum á netinu með kerfi Morgunblaðsins enda er það með aðgengilegustu blaðalestrarkerfum heims. En Pdf-lausnin hentar ýmsum og eykur notagildi tölvuútgáfunnar að mun.
Hvernig væri að Þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Blindrafélagið og Öryrkjabandalag Íslands beittu sér fyrir úrbótum í þessum efnum? Kæmi ekki til greina að styrkja gerð hugbúnaðar sem auðveldaði blaða- og bókaútgefendum að ganga þannig frá Pdf-skjölum að þau yrðu auðlæsilegri? Það er fleira aðgengi en aðgengi hreyfihamlaðra.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bækur, Fjölmiðlar, Vefurinn | 28.6.2010 | 10:06 (breytt 1.7.2010 kl. 10:30) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.