Fundir bæjarstjórna eru haldnir í heyrandahljóði og því vafasamt að heimilt sé að koma í veg fyrir að þeir séu hljóðritaðir. Árið 1986 urðu miklar deilur milli félagsmálaráðs Seltjarnarness og bæjarstjórnar vegna hækkunar leikskólagjalda. Óskaði undirritaður eftir að fá að hljóðrita umræður um málið á bæjarstjórnarfundi og veitti varaforseti bæjarstjórnar, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fúslega leyfið. Ekki hafði náðst í forseta bæjarstjórnar.
Þegar sást að mundaður var hljóðnemi á fundinum gerði forseti bæjarstjórnar hé á fundi og spurði beint hvort Arnþór Helgason væri að hljóðrita fundinn og var því svarað játandi.
Héldu svo umræður áfram en eitthvert fum varð á bæjarstjórnarforsetanum. Að lokum gerði han að nýju hlé á fundinum og vísaði Arnþóri Helgasyni af fundi, léti hann ekki af því að hljóðrita. Slökkti hann á hljóðritanum og hélt á dyr. Nokkurt hark varð vegna þessa máls.
Í framhaldi þessa máls kærði ég fraferði forsetans fyrir félagsmálaráðuneytinu og var kveðinn upp úrskurður þess efnis að óheimilt væri að meina fólki hljóðritanir á fundum.
Íbúahreyfing Mosfellsbæjar a hiklaust að kæra framferði forseta bæjarstjóra Mosfellsbæjar og þeir, sem unna lýðræðinu í Mosfellsbæ og víðar, ættu e.t.v. að hugsa sig um tvisvar áður en VG fær atkvæði þeirra í næstu kosningum.
Íbúahreyfingin harmar vinnubrögð meirihlutans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.7.2010 | 18:50 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan fróðlega pistil og ábendingar Arnþór, það er merkilegt að heyra að til er úrskurður um heimild til hljóðritunar opins bæjarstjórnarfundar !
Átt þú til afrit af úrskurðinum ?
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 19:32
Sæll, Ólafur. Vafalítið á ég afrit úrskurðarins í gögnum, en þau er því miður ekki aðgengileg sem stendur. Þetta mun hafa verið á tímabilinu ágúst-október 1986 og ætti úrskurðurinn að vera til hjá bæjarstjórn Seltjarnarness. Forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness minnir mig að hafi sagt að úrskurðurinn væri ómarktækur þar sem hann hefði verið kveðinn upp á pólitískum forsendum. Það urðu snarpar umræður um þessi mál á síðum Morgunblaðsins. Eitt er víst: opinn fundur sem haldinn er í heyranda hljóði er þess eðlis að óeðlilegt er að menn hljóðriti ekki í salnum. Sumir vilja nota hljóðrit sér til minnis o.s.frv. Bylgjan bað mig um afit hljóðritsins af bæjarstjórnarfundinum á Seltjarnarnesi, en ég lét það ekki af hendi því að þetta voru fyrst og fremst vinnugögn mín og þáverandi formanns félagsmálaráðs, Guðjóns Margeirssonar, sem þá var í Sjálfstæðisflokknum. Þar að auki voru hljómgæðin svo léleg að hljóðritið hefði gert lítið gagn í útvarpi.
Arnþór Helgason, 1.7.2010 kl. 22:07
Votta hér með stuðning minn við framtak þitt.
Sigurður Ingi Jónsson, 2.7.2010 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.