Lágstéttirnar sviptar hagnaði og leikur ljóssins í Hörpu

Tvær greinar vöktu athygli míkna í Sunnudagsmogganum í dag. Aðra skrifaði Styrmir Gunnarsson og veltir hann þar fyrir sér tilgangi þess að ríkisstjórnin gangi nú í lið með bönkunum í baráttunni við almenning. Eru það athyglisverðar hugleiðingar og innlegg í þá umræðu að með einum eða öðrum hætti virði menn ekki dóm Hæstaréttar. Gerir Styrmir m.a. því skóna að íslenska fjármálakerfið se en of stórt og kostnaðinn við það greiði neytendur eins og hefur gerst með of margar bensínstöðvar olíufélaganna. Það er gömul saga að menn hamist hér gegn of stóru fjármálakerfi og ekki nema rétt að á það sé bent nú eftir að allt fór hér á hliðina. Ég les ævinlega pistla Styrmis því að um margt hefur hann reynst réttsýnn og sanngjarn þeim sem eiga hendur sínar að verja fyrir ofríki þeirra sem meira mega sín.

Þá vakti athygli mína prýðilegt viðtal Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara og blaðamanns, við Ólaf Elíasson, myndlistarmann, þar sem þeir félagar fjalla um glerhjúpinn utan um Hörpu og sjónarleik þann sem framinn verður allt árið um kring. Var ævintýralegt að lesa lýsingarnar og gera sér í hugarlund hvernig byggingin njóti sín í framtíðinni og setji svip á umhverfi Reykjavíkur. Ólafur er frumkvöðull en apar ekki eftir öðrum. Fleiri frumkvöðlar hefðu þurft að koma að sköpujn Reykjavíkur. Þá væri hún e.t.v. skárri yfirferðar en nú.

Nú vænti ég þess að Sunnudagsmogginn fjalli næst um hljóðfræðina sem tónleikasalurinn í Hörpu byggir á. Til þess var nú leikurinn gerður að við eignuðumst gott tónleikahús. Ljósadýrðin verður síðan kærkomin viðbót sem lýsir upp skammdegið í Reykjavík og ljær því ævintýrablæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband