Ég vildi fá annan Nokiasíma og fór því á stúfana að skoða úrvalið. Endirinn varð sá að ég keypti Nokia 6710, en lyklaborð þess síma virtist mér henta þörfum mínum best. Sennilega er ég orðinn eldri og treggreindari en fyrir 6 árum. Mobile Speak forritið var síðan sett í símann og í gær hófust tílraunir.
Nú hef ég áttað mig á hvernig tengjast ber netinu. Ég hef þó ekki fengið úr því skorið hvort hægt sé að hlusta beint á útsendingar á netinu eða hvort maður verði að hala niður hljóðskrám. Þó sé ég á einni af valmyndum símans að gert er ráð fyrir streymivefjum.
Í dag hafði ég fiktað svo rækilega í símanum að hann var að verða rafhlöðulaus og stakk ég því hleðslutækinu í samband. Þar gekk allt að óskum þar til í lokin að síminn sagði: "Taktu hleðslutækið úr sambandi til þess að spara orku." Og síminn endurtók þessa skipun hátt og skýrt eftir að ég hafði aftengtyt hleðslutækið og fannst Elínu þetta harla gott að síminn beindi fólki á betri veg.
Í síma þessum er GPS-leiðsögukerfi sem mér skilst að Nokia hafi þróað. Ég get ekki betur séð í fljótu bragði en það sé að hluta aðgengilegt en prófanir eiga eftir að leiða það í ljós. Þá fylgir honum litaskynjari sem ég á enn eftir að fínstilla. En hann fræddi mig þó um að ég væri í bláum bol og einnig eiginkona mín sem var í dökkbláum bol. En litaskynjarinn hélt því blákalt fram að buxurnar hennar væru svartar þótt þær væru hvítar. Birtuskilyrðin kunna að hafa ráðið þar nokkru um auk þess sem ég hafði ekki fínstillt litaskynjarann.
Í símanum er auðvitað myndavél eins og í öllum almennilegum símum með Simbian-stýrikerfi. Mér heppnaðist að taka mynd af Elínu í dag en læt hana ekki fylgja með. Hins vegar gæti verið að ljósmyndir af hljóðritanavettvangi fylgi með á síðunni http://hljod.blog.is og mun ég þá geta þess sérstaklega hvort ég hafi tekið myndirnar.
Þá fylgir síma þessum forrit fyrir hljóðbækur og þegar allt kemur til alls er þetta skárri fjárfesting en býðst í sérsmíðuðum tækjum til slíkra nota, reynist Daisy-spilarinn nothæfur. Allt þetta kemur í ljós á næstunni og verður greint frá því eftir því sem tilraunum og könnunum vindur fram.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Spaugilegt | 16.7.2010 | 21:44 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.