Fjármálahrægammar

Hafi einhver ímyndað sér að Magma Energy ætlaði sér að vinna góðverk á Íslendingum með því að kaupa HS-orku er það misskilningur. Í dag var greint frá því að mikill hluti verðsins, sem greitt verður fyrir fyrirtækið, sé í íslenskum krónum - krónum sem fyrirtækið fékk á útsölu. Það verður því takmarkaður gjaldeyrir sem fæst fyrir orkufyrirtækið.

Á þessum síðum hefur öðru hverju verið ritað um afleiðingar gerða ráðherra framsóknarflokksins í stjórn þeirra Geirs og Davíðs og þá staðreynd að menn lásu ekki heima. Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós og enn flýr ríkisstjórnin vandann.

Aldraður fjárfestir, sem hefur haft einstakt lag á að veita höfundi þesara skrifa góðar upplýsingar, segist vera farinn að hneigjast til vinstri í orkumálum og telur að hér sé um stuld að ræða. Tekið skal undir orð öldungsins og því bætt við að samstarfsmenn Magma Energy álíta sumir skylda hræætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirtækjum er komið á fót til að græða peninga,  ekki til að sinna góðgerðarmálum,.  Hver svo sem á í hlut í þeim.  Auðvitað keyptu þeir aflandskrónur, þeim var boðið upp á það af stjórnvöldum Íslands.

itg (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband