Líkist óhugnanlega einkavæðingu bankanna

Kaup Magma Energy líkjast óhugnanlega einkavæðingu bankanna fyrir tæpum áratug. Hitaveita Suðurnesja lánaði fyrirtækinu fé til kaupanna, fyrirtækið keypti íslenskar krónur á utsölu og fleira mætti nefna. Fjáragslegur ávinningur Íslendinga er því lítill sem enginn og hegðun fyrirtækisins slík að vafasamt er að það geti krafið Íslendinga um skaðabætur verði kaupunum rift. Enn skal ítrekað það sem skrifað hefur verið um einkavæðingu orkufyrirtækja á þessum síðum, að fyrrum iðnaðarráðherra las ekki heimalexíuna sína og embættismenn virðast hafa verið fákunnandi um þær heimildir sem EES-samningurinn veitir til ríkisrekstrar á ýmsum sviðum.

Því fyrr sem undið verður ofan af þessum heimskupörum, því betra. Þá eru lesendur hvattir til þess að lesa leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem höfundur hittir naglann á höfuðið þegar hann fjallar um eðli Evrópusambandsins.


mbl.is Björk: Magma vinnur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband