Um heilindi sumra stjórnmálamanna og fleira

Vakið hefur athygli að kínverskir fjárfestar hafa keypt talsverðan hlut í útgerðarfélagi. Eigendur láta að því liggja að þetta sé löglegt því að fjárfestarnir hafi keypt hlut í eignarhaldsfélagi útgerðarfélagsins.

Í gær tjáði sá ágæti Bolvíkingur, Einar K. Guðfinnsson, sig um málið og þótti illt að erlendir fjárfestar seildust til valda í íslenskum sjávarútvegi. Ræddi hann um að óbeinar fjárfestingar væru leyfilegar en ekki beinar (leiðrétti mig einhver, fari ég með rangt mál).

Heimildarmaður bloggsíðunnar, aldraður fjárfestir, sem hefur marga fjöruna sopið í fjárfestingum á undanförnum áratugum, tók þetta mál til umræðu í gær og sýndist sitt hverjum. Spurning hans var þessi: Hvaða munur er á beinni og óbeinni fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi? Þegar menn fjárfesta með beinum hætti í fyrirtækjum kaupa þeir hlut í þeim. Þegar menn fjárfesta með óbeinum hætti í útgerðunum hljóta þeir að fjárfesta í einhverju sem snertir fyrirtækin, til að mynda eignarhaldsfélögum eða fyrirtækjum sem eiga hlut í öðrum fyrirtækjum. Það kann að vera talsverður munur á óbeinum fjárfestingum innbyrðis, en í eðli sínu er munurinn enginn á beinum og óbeinum fjárfestingum. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að fyrirtækjum hér á landi hljóti að verða óheimilt að fjárfesta í útgerð eigi útlendingar óeðlilega mikið hlutfall hlutafjárins. Sennilega er nú komið í ljós eins og margsinnis hefur verið bent á hér á þessum síðum að rétt sé að ríkið innkalli til sín allan kvóta útgerðarfyrirtækjanna. Til eru leiðir sem duga til þess að fyrirtækin haldi velli og verður ef til vill skrifað um þær síðar á þessum síðum. Æskilegra væri þó að viðskiptafræðingar eða jafnvel hagfræðingar bentu á þessar leiðir án þess að láta átrúnaðinn á kvótakerfið hlaupa með sig í gönur. Varla gerir formaður sjávarútvegsnefndar það því að hann virðist varla þekkja nein lög.

Þá hefur lagaskýring Seðlabankans frá í maí í fyrra vakið athygli og segist Gylfi Magnússon ekkert hafa vitað um hana. Eygló Harðardóttir rís upp á afturfæturna og slær frá sér með hrömmunum. Hætt er við að um vindhögg sé að ræða því að fleiri voru þeir sem vissu ekkert um þetta álit. Þar á meðal var Jóhanna Sigurðardóttir.

Það hefur áður gerst að embættismenn ráðuneyta hafi haldið leyndum upplýsingum fyrir ráðherrum. Kann það að stafa af ýmsu: gleymsku, kæruleysi, launhyggju, athyglisskorti eða jafnvel því að embættismennirnir hafi ekki tíma til að lesa plöggin sem þeim eru fengin. Þeir sem komnir eru til vits og ára hljóta að muna hvað gerðist eftir fundinn fræga 11. júlí árið 2008, þar sem kynntar voru horfur á allsherjar hruni. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins mátti ekki einusinni vera að því að sitja allan fundinn og ekki var talin ástæða til að setja Björgvin Sigrðsson inn í málið og fjármálaráðherra virtist fátt vita. Hvers vegna hefði þá átt að setja Gylfa Magnússon eða Jóhönnu Sigurðardóttur inn í þessa greinargerð Seðlabankans um gengistryggð fjármál? Getur verið að bankarnir hafi leikið þarna eitthvert hlutverk með sama hætti og eignarhaldsbanki 365 miðla skemmtir sér nú við að lúskra á Ríkisútvarpinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband