Dregið hefur verið úr rekstri svæðisstöðvanna. Nú er enginn fastur starfsmaður á Ísafirði og einungis einn fréttamaður á Egilsstöðum.
Ríkisútvarpið átti 600 fermetra hús á Akureyri sem selt var árið 2002 þegar starfsemin var flutt í leiguhúsnæði. Flutningarnir kostuðu um 100 milljónir króna en aðeins fengust tæpar 30 milljónir fyrir húsið sem selt var. Nú hefur verið gerður samningur við Háskólann á Akureyri sem sagður er mjög hagstæður fyrir Ríkisútvarpið. Húsnæðið nær ekki 100 fermetrum. Þar á að vera eitt lítið og þröngt hljóðver og þröng aðstaða fyrir 8 skrifborð. Ekki er pláss fyrir fatahengi, nánast engin kaffistofa og ein lítil snyrting. Á móti fær Ríkisútvarpið aðgang að mötuneyti Háskólans, fundarherbergjum og hátíðarsal. Þykir samningur þessi tilmarks um metnaðarleysi og skort á áhuga yfirmanna stofnunarinnar á því að hún geti rækt hlutverk sitt á landsbyggðinni. Þá hefur verið á það bent að Ríkisútvarpið geti ekki lengur fjallað með hlutlægum hætti um málefni Háskólans á Akureyri þar sem hagsmunatengsl séu of náin.
Dagskrá Ríkisútvarpsins hefur verið mótuð til margra ára af lausráðnu dagskrárgerðarfólki sem hefur ekki fengið há laun fyrir vinnu sína. Fólkið hefur unnið sem verktakar og ekki öðlast nein réttindi þrátt fyrir áralangt starf fyrir stofnunina. Nú hefur flestum lausráðnum dagskrárgerðarmönnum verið vísað á dyr. Birtist það m.a. í því að fátt er um nýja og frumlega þætti en endurtekið efni er í staðinn mikill hluti dagskrárinnar.
Fjölmiðlar hér á landi hafa hvorki fjallað um málefni Ríkisútvarpsins á málefnalegan hátt né af neinni þekkingu. Leiðaraskrif Morgunblaðsins hafa mótast mjög af óvild í garð stofnunarinnar og litlum skilningi á því hlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heldur ekki fjallað um þessi mál með hlutlægum hætti og jafnvel haldið upplýsingum frá hlustendum og áhorfendum sjónvarps. Því hefur verið haldið fram að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafi skipað fréttamönnum að matreiða fréttirnar af niðurskurðinum með tilteknum hætti og alls ekki hafi mátt spyrja um sparnað eða kostnað við ákveðnar aðgerðir. Sem dæmi hefur verið tekin frétt Ríkisútvarpsins sjónvarps um fyrirhugaða flutninga í húsnæði Háskólans á Akureyri. Fréttastjóri mun hafa bannað fréttamanni að spyrja um kostnaðinn og ekki mátti heldur upplýsa um þann kostnað sem hlaust af sölu húsnæðis Ríkisútvarpsins árið 2002 og vegna flutninganna.
Það vakti athygli fyrir skömmu að ekki var greint frá tapi Ríkisútvarpsins af því að missa útsendingarréttinn af tilteknum íþróttaviðburðum. Hvorki voru birtar tölur um kostnað vegna viðburðanna né þær tekjur sem auglýsingar skiluðu. Þá gengur fjöllunum hærra að fréttastjórinn hafi ráðið og rekið fólk að eigin geðþótta og sjaldan spurt um reynslu eða hæfni.
Vakið hefur athygli að ýmsir sumarstarfsmenn fréttastofunnar virðast hafa afar takmarkaða þekkingu og íslenskukunnátta þeirra sumra er í lágmarki. Viðmælandi bloggsíðunnar, sem var starfsmaður fréttastofu Rúv um árabil orðaði þetta svo: Fréttastjórinn heldur um sig hirð jábræðra- og systra og stór hópur fréttamanna er eins og hrædd dýr sem þora hvorki að æmta né skræmta. Á hinum endanum eru nokkrir óánægðir fréttamenn sem hugsa sinn gang.
Málsmetandi menn í hópi fjölmiðlafólks telja jafnvel að nú sé svo fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins komið að hún geti ekki fjallað um ýmis mál með hlutlægum hætti. Fátt sé orðið eftir af reyndum fréttamönnum og ekki vinnist lengur tími til að vinna fréttir og afla gagna með sama hætti og áður. Þá virðist sem fréttaskýringar heyri sögunni til og fréttastofunni hafi ekki tekist að framreiða jafnvandaðar fréttir og heitið var þegar síðustu breytingar voru kynntar. Því er hætt við a fari að molna undan fréttastjóranum ef heldur fram sem horfir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp | 26.8.2010 | 10:57 (breytt kl. 11:10) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.