Skemmdarverk á Ríkisútvarpinu

Ríkisútvarpiđ er nú verulega laskađ eftir breytingar sem gerđar hafa veriđ til ţess ađ draga úr kostnađi viđ rekstur stofnunarinnar. Líkur benda til ađ ţar sé ekki allt sem sýnist. Sagt er ađ nýir stjórnendur hafi ekki nćga ţekkingu á starfsemi stofnunarinnar og er sem dćmi tekiđ ađ útvarpsstjóri heilsađi víst ekki upp á starfsmenn rásar 1 fyrr en ári eftir ađ hann var ráđinn.

Dregiđ hefur veriđ úr rekstri svćđisstöđvanna. Nú er enginn fastur starfsmađur á Ísafirđi og einungis einn fréttamađur á Egilsstöđum.

Ríkisútvarpiđ átti 600 fermetra hús á Akureyri sem selt var áriđ 2002 ţegar starfsemin var flutt í leiguhúsnćđi. Flutningarnir kostuđu um 100 milljónir króna en ađeins fengust tćpar 30 milljónir fyrir húsiđ sem selt var. Nú hefur veriđ gerđur samningur viđ Háskólann á Akureyri sem sagđur er mjög hagstćđur fyrir Ríkisútvarpiđ. Húsnćđiđ nćr ekki 100 fermetrum. Ţar á ađ vera eitt lítiđ og ţröngt hljóđver og ţröng ađstađa fyrir 8 skrifborđ. Ekki er pláss fyrir fatahengi, nánast engin kaffistofa og ein lítil snyrting. Á móti fćr Ríkisútvarpiđ ađgang ađ mötuneyti Háskólans, fundarherbergjum og hátíđarsal. Ţykir samningur ţessi tilmarks um metnađarleysi og skort á áhuga yfirmanna stofnunarinnar á ţví ađ hún geti rćkt hlutverk sitt á landsbyggđinni. Ţá hefur veriđ á ţađ bent ađ Ríkisútvarpiđ geti ekki lengur fjallađ međ hlutlćgum hćtti um málefni Háskólans á Akureyri ţar sem hagsmunatengsl séu of náin.

Dagskrá Ríkisútvarpsins hefur veriđ mótuđ til margra ára af lausráđnu dagskrárgerđarfólki sem hefur ekki fengiđ há laun fyrir vinnu sína. Fólkiđ hefur unniđ sem verktakar og ekki öđlast nein réttindi ţrátt fyrir áralangt starf fyrir stofnunina. Nú hefur flestum lausráđnum dagskrárgerđarmönnum veriđ vísađ á dyr. Birtist ţađ m.a. í ţví ađ fátt er um nýja og frumlega ţćtti en endurtekiđ efni er í stađinn mikill hluti dagskrárinnar.

Fjölmiđlar hér á landi hafa hvorki fjallađ um málefni Ríkisútvarpsins á málefnalegan hátt né af neinni ţekkingu. Leiđaraskrif Morgunblađsins hafa mótast mjög af óvild í garđ stofnunarinnar og litlum skilningi á ţví hlutverki sem henni er ćtlađ samkvćmt lögum. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heldur ekki fjallađ um ţessi mál međ hlutlćgum hćtti og jafnvel haldiđ upplýsingum frá hlustendum og áhorfendum sjónvarps. Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafi skipađ fréttamönnum ađ matreiđa fréttirnar af niđurskurđinum međ tilteknum hćtti og alls ekki hafi mátt spyrja um sparnađ eđa kostnađ viđ ákveđnar ađgerđir. Sem dćmi hefur veriđ tekin frétt Ríkisútvarpsins sjónvarps um fyrirhugađa flutninga í húsnćđi Háskólans á Akureyri. Fréttastjóri mun hafa bannađ fréttamanni ađ spyrja um kostnađinn og ekki mátti heldur upplýsa um ţann kostnađ sem hlaust af sölu húsnćđis Ríkisútvarpsins áriđ 2002 og vegna flutninganna.

Ţađ vakti athygli fyrir skömmu ađ ekki var greint frá tapi Ríkisútvarpsins af ţví ađ missa útsendingarréttinn af tilteknum íţróttaviđburđum. Hvorki voru birtar tölur um kostnađ vegna viđburđanna né ţćr tekjur sem auglýsingar skiluđu. Ţá gengur fjöllunum hćrra ađ fréttastjórinn hafi ráđiđ og rekiđ fólk ađ eigin geđţótta og sjaldan spurt um reynslu eđa hćfni.

Vakiđ hefur athygli ađ ýmsir sumarstarfsmenn fréttastofunnar virđast hafa afar takmarkađa ţekkingu og íslenskukunnátta ţeirra sumra er í lágmarki. Viđmćlandi bloggsíđunnar, sem var starfsmađur fréttastofu Rúv um árabil orđađi ţetta svo: „Fréttastjórinn heldur um sig hirđ jábrćđra- og systra og stór hópur fréttamanna er eins og hrćdd dýr sem ţora hvorki ađ ćmta né skrćmta. Á hinum endanum eru nokkrir óánćgđir fréttamenn sem hugsa sinn gang.“

Málsmetandi menn í hópi fjölmiđlafólks telja jafnvel ađ nú sé svo fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins komiđ ađ hún geti ekki fjallađ um ýmis mál međ hlutlćgum hćtti. Fátt sé orđiđ eftir af reyndum fréttamönnum og ekki vinnist lengur tími til ađ vinna fréttir og afla gagna međ sama hćtti og áđur. Ţá virđist sem fréttaskýringar heyri sögunni til og fréttastofunni hafi ekki tekist ađ framreiđa jafnvandađar fréttir og heitiđ var ţegar síđustu breytingar voru kynntar. Ţví er hćtt viđ a fari ađ molna undan fréttastjóranum ef heldur fram sem horfir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband