Ólafur Skúlason reyndist mörgum vel. Hann gekk í lið með geðfötluðu fólki í upphafi 10. áratugarins og helgaði málefnum þess jólaguðsþjónustu ríkissjónvarpsins. Það var á þeim tíma þegar Öryrkjabandalag Íslands voru baráttusamtök. Þá þegar lék það orð á að biskup væri kvensamur og hvíslað var um meinta kvensemi hans á meðan hann var prestur í Bústaðakirkju. Þótt einhverjir leiddu þetta hjá sér var hitt þó verra að þeim, sem urðu fyrir barðinu á þessari sjúklegu áráttu skyldi ekki vera trúað og framganga biskupsins sjálfs var með þeim hætti að hann gekk ótrauður fram í krafti embættis síns og skoraði skjólstæing sinn á hólm. En biskup hvarf úr embætti og kirkjan lét málið niður falla. Það voru mistök.
Íslendingar hafa lengi vitað að prestar eru hvorki né hafa verið betri en aðrar stéttir fólks í siðferðisefnum. Amma mín, Jóhanna Jónsdóttir, var t.d. dóttir séra Páls á Völlum í Svarvaðardal og var maður nokkur fenginn til þess að gangast við henni svo að prestur missti ekki hempuna. Þannig er nú sú saga og því er ættfærrsla mín ekki allskostar rétt í föðurætt. Jafnvel æskulýðsleiðtoginn mikli, séra Friðrik Friðriksson, var grunaður um að láta vel að ungum drengjum. Kristmann Guðmundsson sagði frá því í endurminningum að hann hefði hrakist úr K.F.U.M fyrr þessar sakir og haft var eftir þekktum einstaklingi, sem var víðkunnur útarpsmaður og hafði afskipti af barnaverndarmálum á 5. og 6. áratugnum að hann hefði aldrei getað á heilum sér tekið ef hann vissi unga drengi í einrúmi með prestinum. Þessi orðrómur fór svo hátt að í æsku minni var mér greint frá þessu. Enginn kærði klerkinn. Lögreglan mun hafa haft einhver afskipti af málum hans og tekið þátt í að þagga niður. Þó var séra Friðrik mikill æskulýðsleiðtogi en með þennan löst.
Þjóðkirkjan er viðkvæmari fyrir slíkum málum en flestar aðrar stofnanir og það eru þjónar hennar einnig. Æðstu þjónar kirkjunar eru þar ekki undanskildir og í raun riðar nú kirkjusamfélagið til falls vegna þess að almenningi er misboðið. Ekkert varð úr því að sér Geir Waage yrði áminntur vegna skrifa sinna í Morgunblaðið en þeir biskupinn urðu sammála um að orð hans hefðu verið slitin úr sahengi. Ég velti því fyrir mér, þegar ég las þessa niðurstöðu, að réttast hefði verið að birta greinar klerksins á bloggsíðu þessari og láta lesendum eftir hvort orð klerksins hefðu verið slitin úr samhengi. Í stað þess kaus ég að fjarlægja pistil minn um afdalaklerk nokkurn af síðunni enda væri málinu lokið.
Ég hef þá reynslu af herra Karli Sigurbjörnssyni að hann taki þá afstöðu sem heildinni verður fyrir bestu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál | 30.8.2010 | 19:52 (breytt kl. 22:13) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.