Fyrir nokkrum árum hófust tilraunir með GPS-kerfi sem kallast Loadstone. Tilgangur hönnuðanna var að búa til einfalt kerfi sem gæti aðstoðað blint og sjónskert fólk við að komast á milli staða. Kerfi þetta hefur nú verið í þróun í u.þ.b. 6 ár og notendur þess skipta tugum þúsunda í öllum heimsálfum. sums staðar hafa verið gerð ítarleg kort af svæðum sem eru sérstaklega miðuð við þarfir gangandi vegfarenda.
Upphaflega var gengið út frá því að farsímar, einkum Nokia símar, væru tengdir GPS-tækjum og endurómuðu með talgervli upplýsingar sem byggðu á boðum frá tækjunum (fjarlægð að stað, stefnu o.s.frv).nú hefur Nokia komið GPS-tækjum fyrir í nýjustu símunum og tengjast þau ágætlega Loadstone-forritinu sem nemur staðsetningar frá þeim.
Gallinn á gjöf Njarðar er sá að kortin, sem Nokia býður notendum farsíma sinna, nýtast ekki með Loadstone-forritinu heldur verða notendur að skrá inn þá punkta sem þeir þurfa að nota.
Í dag gerði ég eftirfarandi tilraun:
Ég hélt út fyrir hússins dyr og út á gangstéttina norðaustan við Tjarnarból 14. Ég kveikti á leiðsögutæki farsímans, virkjaði Loadston og beið þar til sambandnáðist milli Loadstone og GPS-tækis símans. Þá kom í ljós að tækið náði sambandi við 11 gervitungl. Ég studdi svo á ferninginn á lyklaborði símans. Þá var ég beðinn um nafnið á punktinum og var það auðsótt. Síðan var punkturinn vistaður og lagt af stað.
Þegar komi var að umferðarljósunum yfir Nesveginn skammt frá Eiðistorgi var aftur numið staðar og nýr punktur skráður.
Þriðja og síðasta punktinn skráði ég síðan við innganginn að þjónustumiðstöðinni við Eiðistorg. Punktarnir voru svo vistaðir undir einu heiti.
Síðar gerði ég nokkrar tilraunir. Ég gekk út að Tjarnarstíg sem er í austur frá Tjarnarbóli 14, sneri við og opnaði skrána með leiðsögupunktunum. Skömmu eftir að ég lagði af stað gaf tækið upp metrafjöldann að Tjarnarbóli 14. Þegar um 15 metrar voru eftir að innganginum gaf það frá sér hljóð og reyndist staðsetningin rétt. Þá var haldið áfram í áttina að umferðarljósunum og gerði tækið einnig viðvart um þau í tæka tíð.
Þessi tilraun var endurtekin og virtist skeika nokkrum metrum um nákvæmnina. Eitt er þó víst. Þetta forrit flýtir talsvert fyrir því að fólk komist á áfangastað og forritið bendir fólki í hvaða átt skuli haldið.
Þegar gengið er um göngustíga þar sem fátt er um kennileiti get ég ímyndað mér að Loadstone-forriti gæti nýst blindu fólki allvel. Með því að merkja ákveðna punkta ætti fólk að geta komist leiðar sinnar. Hægt er að fylgjast með næstu leiðarmerkjum eða kennileitum með því að styðja á örvalyklana á farsímanum. Helst þurfa menn að hafa símann hangandi um hálsinn til þess að heyra talið eða nota lítil heyrnartól sem skerða umhverfishlustun.
Hugsanlega verður hægt í framtíðinni að tengja saman þetta forrit og OVI-forritin og væri það mikill akkur hönnuðum, notendum og framleiðendum farsíma. Aðrar lausnir hafa einnig verið þróaðar handa blindu fólki en þessi er sennilega sú einfaldasta. Með þessum hætti geta menn fylgst með viðkomustöðvum strætisvagna o.s.frv og jafnvel merkt biðstöðvar þeirra á stöðum eins og Hlemmi.
Ég tel ástæðu til að blindrafélagið og Þekkingarmiðstöðin kanni hvort og hvernig þetta forrit eða önnur geti aukið sjálfstæði blindra og sjónskertra og aukið lífsgæði þeirra. Væri ekki tilvalið að virkja einhverja sem atvinnulausir eru til þess að Skrá ýmsar leiðir og gefa þær út? sérstakur gagnagrunnur hefur verið stofnaður sem hýsir leiðasöfn fjölmargra landa. Þá er afar einfalt að þýða forritið á íslensku og getur það hver sá gert sem kann dálítið á tölvu, skilur ensku og skrifar þokkalega íslensku.
Ég hvet lesendur, hvort sem þeir eru blindir eða sjáandi, til þess að skrifa athugasemdir og koma með hugmyndir um þessi GPS-mál. Hér á landi er of lítil umræða um ýmis framfaramál sem tengjast málefnum smáhópa og neytendurnir sjálfir eru þar sjaldan virkir. Látið því heyra í ykkur.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Ferðalög, Mannréttindi, Samgöngur | 30.8.2010 | 21:50 (breytt kl. 21:50) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór.
Ef þú gætir komið á mig nánari upplýsingum um það hvaðan Loadstone er komið og hvað hamlar því að það noti Ovi Maps-lausnin frá Nokia þá skal ég með glöðu geði koma málinu áfram á þá menn sem ég þekki innan Nokia og vonandi verður hægt að leysa úr þessu með einhverjum hætti.
Tölvupóstfangið mitt er magnus@hataekni.is
Magnús V. Skúlason, 30.8.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.