Hegðan nokkurra stjórnmálamanna Færeyinga og fordómar, byggðir á vanþekkingu og trúarofstæki, minnir á feðga sem við mæðginin höfðum í fóstri um nokkurt árabil.
Við mamma erfðum tvo naggrísi, karldýr sem hét Snjólfur og sambýliskonu hans. Ég man ekki hvort hún átti sér eitthvert nafn. Kvendýrið fékk lungnabólgu eftir got og drapst. Okkur tókst að gefa alla ungana sem eftir lifðu nema einn, sem nefndur var Syrtlingur. Var hann Snjólfi, feður sínum til halds og trausts.
Þegar syrtlingur eltist kom í ljós að hann var samkynhneigður og var því augljóst samkvæmt tíðarandanum að í balanum þeirra var framið tvenns konar brot: sifjaspell og kynvilla. Við mæðginin höfðum í aðra röndina dálítið gaman af þessu en urðum stundum að skilja þá feðga að þegar atgangurinn varð sem mestur.
Nú er mér spurn. Hvort voru þeir feðgar kynvilltir eða samkynhneigðir?
Hví er samkynhneigð talin óeðli á meðal manna úr því að hún telst eðlileg á meðal annarra spendýra?
Trúarofstækið er alls staðar samt við sig. Kristur var umburðarlyndur og réttsýnn. Hvergi hef ég séð að hann hafi fordæmt samkynhneigða Gyðinga. Hann braut í bága við grimmilegar hefðir samfélagsins, líknaði þeim sem smáðir voru og upphóf þá sem minnimáttar töldust. Ofstæki í trúarefnum á ekkert skylt við kristilegt siðgæði og hið sama á við um fleiri trúfélög. Ofstæki leiðir hvarvetna til árekstra og böls. En ef til vill verður það gæfa Færeyinga að hugdjörf Jóhanna skirrist ekki við að ganga á hólm gegn fordómum, hvar sem þeir birtast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.9.2010 | 18:56 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég og börn mín eigum sjálf hamstra. Það verður af ábyrgð að halda kynjunum sundur, þegar þau eru komin á kynþroskaskeið, ella fara strákarnir að reyna að gera það með systrum sínum eða jafnvel mömmunni. Hamstrapabbinn (sem dó úr elli) komst óvart í eina dótturina, gerði henni 6 unga, en allir drápust þeir fljótt, annaðhvort vegna erfðagalla eða af því að hún hafnaði þeim og jafnvel drap þá. Nú er mamman og þrjár dætur hennar í einu búri, en synirnir tveir í öðru, ofuráhugasamir á þessu sviði, en fá ekki að komast í feitt! Þeir sýna þó ekki hvor öðrum kynferðisáhuga (enda svo áhugavert fyrir þá að snuðra utan í stelpubúrinu!), en innilokun slíkra einna saman verður að heita ónáttúrlegar aðstæður sem geta hjá þeim, sem hafa mikla kynhvöt, leitt karlana saman.
Í Viet Nam fór ákveðið atferli bandarískra hermanna í herskálunum upp í 10%, en datt niður í 1% við heimkomuna, þar sem nóg var af kvenfólki.
Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.