Þar sem Alþingi var veittur samfélagslampi blindrafélagsins á föstudaginn var flaug mér í hug hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til þess að gera blindu eða sjónskertu fólki kleift að neyta atkvæðisréttar síns. Við nánari athugun sá ég að lampinn var veittur vegna þess að Alþingi samþykkti lögin um Þekkingarmiðstöðina. Merkilegt að sæma þurfi stofnun lampa fyrir að tryggja lágmarks mannréttindi sem eru þó minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.
Eftir að hafa fínkembt lögin hef ég hvergi fundið stafkrók um að gera skuli ráðstafanir vegna atkvæðagreiðslu blindra og sjónskertra. Rafræn kosning hefði leyst hluta vandans. En mér er spurn hvernig standi á því að ekki séu ákvæði um þetta atriði í lögunum, þ.e. um atkvæðagreiðslu þeirra, sem færa sér ekki prentað letur í nyt.
Í lögum um kosningar til Alþingis eru ákvæði um sérstök kjörgögn sem nýtast blindu og sjónskertu fólki, þ.e. stimpla og spjöld merkt með blindraletri. Verða slík spjöld útbúin fyrir kjördag 27. nóvember nk?
Hvað hafa Öryrkjabandalag Íslands og Blindrafélagið aðhafst í þessum efnum?
Óskað er eftir svörum forráðamanna þessara samtaka í athugasemdum við þessa færslu.
Stöðugt fleira fólk efast um gildi þessa stjórnlagaþings sem verður einungis ráðgefandi. Traust fólks á Alþingi er orðið svo lítið að það trúir þinginu ekki til þess að fara höndum um tillögur stjórnlagaþingsins.
Við skoðun laganna virðist sumt óljóst. Hvað þýða þessar setningar sem fara hér á eftir?
[Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.]
Spyr sá sem vart veit.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | 18.10.2010 | 20:25 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki hægt að láta útbúa númeratora með fjörum tölugildum og blindraletri á hliðarbandinu?
Jón Halldór Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 13:19
Sæll Arnþór og takk fyrir þarfa ádrepu.
Ég varð afskaplega ánægður að sjá hana enda hafði ég verið að velta þessu fyrir mér sjálfur í dag. Ég vona að Blindrafélagið og Öryrkjabandalagið taki við sér og þrýsti á að undirbúningsnefnd leysi úr þessu máli.
Vandamálið er að þetta eru gríðarlega flóknar kosningar eins og þú bendir á með tilvitnuninni í lög um kosningar til Stjórnlagaþings. Vissulega ætti að vera lítið mál að útbúa kjörgögn sem nýtast þeim sem kunna blindraletur. Vandamálið er bara það að slíkt nýtist augljóslega ekki þeim sem eru ólæsir á blindraletur. Ef ég man rétt eiga stimplarnir og spjöldin að leysa úr vanda einhverra þeirra sem ekki eru læsir á blindraletur, en ég get ekki séð hvernig hægt er að koma slíku í gagnið í þessum kosningum vegna þess hve flókin kosningin er. Það þarf jú að velja 25 manns úr 500 manna hópi! Önnur lausn sem blindum og sjónskertum og raunar öðrum sem af einhverjum örsökum eiga erfitt með að merkja við kjörseðilinn, hefur verið boðið upp á eftirfarandi ákvæði í alþingis og sveitarstjórnarkosningum (og raunar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave).
En í 83. grein laga um kosningar til Alþingis segir: "Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar."
En þessa grein er sem sagt hvergi að finna, en hún gæti einmitt gagnast þeim sem ekki eru læsir á blindraletur til dæmis. En þótt þessi grein væri að finna í lögum um kosnignar til stjórnlagaþings er erfitt að sjá hvernig hægt væri að framkvæma hana vegna þess hve kosningarnar eru flóknar. Það er að segja kjósandinn þarf að velja 25 kosti af 500!
Einhvernveginn læðist að manni sá grunur að löggjafinn hafi vísvitandi sniðgengið þá hefð að hafa einhverja lausn fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa sérstök úrræði við á kjörstað. Að löggjafinn hafi einfaldlega gefið skít í þetta því það sé ekki hægt að leysa það á hefðbundinn hátt. Slíkt er auðvitað vanvirðing og mannréttindabrot. Hitt er svo aftur annað mál að ofangreind 83. grein laga um alþingiskosningar eru ömurleg í sjálfu sér. Það að kjósandinn geti aðeins tilnefnt einhver úr kjörstjórn getur nefnilega verið verulega óþægilegt, til dæmis í litlum samfélögum. Og gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir tilnefna þá sem sitja í kjörstjórnum! Burt séð frá trúnaðarskyldu kjórstjórnarmeðlima getur verið verulega óþægilegt fyrir kjósandann að þiggja aðstoð frá einhverjum þeirra þriggja sem sinna störfum í kjördeildinni. Nær væri að kjósandinn gæti tilnefnt einstakling sem hann treysti.
Ég biðst annars afsökunar á því hverslags langloka þetta er orðin. Best að ég stoppi hér þótt ég myndi gjarnan vilja velta upp fleiri hliðum þessa máls og e.t.v.
Aftur, kærar þakkir fyrira að vekja máls á þessu.
Með kveðju
Ingi Björn Guðnason
Ingi Björn Guðnason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:30
Blindrafélagið hefur þegar sent svohljóðandi erindi til Landskjörstjórnar
"Í ljósi frétta af því að fyrirhugaðar kosningar til stjórnlagaþings muni verða töluvert frábrugðnar kosningum hér á landi fram til þessa, vill Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, minna Landskjörstjórn á að hugað verði að því að blindum og sjónskertum einstaklingum verði gert kleyft að nýta kosningarétt sinn á sjálfstæðan máta.
Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem ríkisstjórn hefur skrifað undir og nú er unnið að innleiðingu/lögfestingu á segir:
„29. gr. Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi.
Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt:
a) tryggja að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þ.m.t. rétt og tækifæri til þess að kjósa og vera kosnir, meðal annars með því: i. að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg og auðskilin og auðnotuð,
ii. að vernda rétt fatlaðra til þess að taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu í kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum án þvingana með hótunum og til þess að bjóða sig fram í kosningum, að gegna embættum með virkum hætti og að sinna öllum opinberum störfum á öllum stigum stjórnsýslu, jafnframt því að greiða fyrir notkun hjálpartækja og nýrrar tækni þar sem við á,
iii. að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði,
b) vinna ötullega að mótun umhverfis þar sem fatlaðir geta tekið virkan og fullan þátt í opinberri starfsemi, án mismununar og til jafns við aðra, og hvetja til þátttöku þeirra í opinberri starfsemi, meðal annars: i. þátttöku í starfsemi frjálsra félagasamtaka og samtaka, sem láta sig málefni almennings varða og stjórnmálalíf viðkomandi lands, og í störfum og stjórn stjórnmálaflokka,
ii. því að mynda og gerast aðilar að samtökum fatlaðra til þess að rödd fatlaðra heyrist á alþjóðavettvangi, heima fyrir á landsvísu og innan landsvæða og sveitarfélaga.“
Blindrafélagið álítur að í þessari grein sé að finna leiðbeiningar sem Landskjörstjórn geti nýtt til að tryggja mannréttindi blindra og sjónskertra einstaklinga við fyrirhugaðar kosningar til stjórnlagaþings, Varðandi frekari útfærslu og leiðsögn þá bendir Blindrafélagið á Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga."
Kristinn Halldór Einarsson, 19.10.2010 kl. 22:59
Ég þakka athugasemdirnar. Væntanlega verður fylgst með viðbrögðum landskjörstjórnar.
Hugsanlega er ástæða til að huga að breytingum á kosningalögunum til þess að tryggja enn betur mannréttindi fatlaðs fólks í samræmi við samning SÞ um réttindi fatlaðra, samanber athugasemdir við þessa færslu.
Arnþór Helgason, 20.10.2010 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.