"Sjálfsagt er að gagnrýna Jón Bjarnason, en gæta verður hófs Það er ekki auðvelt að vera sjávarútvegsráðherra eða landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn. Stærri stjórnarflokkurinn er frægur fyrir að hafa horn í síðu beggja þeirra grundvallaratvinnuvega sem undir ráðherrann falla og hefur margoft verið staðinn að því að leggja stein í götu þeirra. Lítill vafi er á að viðhorf Jóns Bjarnasonar eru heilbrigðari.
Það breytir ekki því að einstakar ákvarðanir hans sem snerta sjávarútveginn sérstaklega hafa verið umdeilanlegar og sumar þeirra hafa þess vegna verið gagnrýndar harðlega á þessum vettvangi. Og honum hefur mistekist að fá frið um sjávarútveginn, þótt hagsmunaaðilar á þeim bænum hafi teygt sig mjög til að tryggja forsendur þess að það mætti gerast.
Fjandskapur úr röðum nefnds stjórnarflokks hefur ýtt undir óvissuna og ónógur stuðningur við ráðherrann frá eigin flokksforystu hjálpar ekki til. Sjálfsagt er að gefa ráðherranum engin pólitísk grið af þessum ástæðum. En menn verða að stilla sig um ómálefnalegar árásir á ráðherrann eins og borið hefur á síðustu daga vegna skipunar í starfshóp embættismanna um afmarkaða þætti sjávarútvegsmála. Þar hefur verið vegið að ráðherranum með persónulegum og ódrengilegum hætti. Það skaðar eingöngu málstað þeirra sem fyrir gagnrýninni standa.
Ísland þarf mjög á því að halda um þessar mundir að grundvallaratvinnuvegirnir fái sem allra besta umgjörð og ótrufluð tækifæri til að eflast og vinna þjóð sinni gagn með gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisaflandi starfsemi. Ráðherrum ber að gera allt sitt til að stuðla að því að það megi gerast. Verði þeim þar á í messunni er sjálfsagt að vekja athygli á því og finna alvarlega að. En slíkt réttlætir ekki ómálefnalegar og persónulegar árásir á ráðherrann."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.11.2010 | 11:38 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...mistekist að fá frið um sjávarútveginn!"
Þarna er tekist á um ríka hagsmuni á mörgum sviðum ásamt því að bein mannréttindi eru undirliggjandi. Í slíkum málum er tómt mál að ræða um frið.
Enginn lætur af hendi möglunarlaust þau verðmæti sem hann hefur fengið að nýta án endurgjalds um áraraðir.
Árni Gunnarsson, 27.11.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.