Að teyma fólk á asnaeyrunum

Miðvikudaginn 24. þessa mánaðar var haldinn fundur í Vísindafélagi Íslendinga um sjálfbærni varmaorkunnar á Íslandi, en mjög er nú tekist á um þá hluti. Stefán Arnórsson, prófessor, rakti í athyglisverðu spjalli við Hönnu G. Sigurðardóttur, þá fyrr um morguninn, hvaða hætta stafaði af ofnýtingu orkulindanna. Skilja mátti á málflutningi hans, þar sem hann vitnaði m.a. í skrif Guðmundar Sigvaldasonar, að á svæðum, þar sem orkuflæði væri þekkt, væri nú þegar ausið af orkunnu meira en næmi endurnýjun svæðisins. Því væri tómt mál að ræða þar um endunnýjanlega orku.

Þingeyingar rembast nú sem rjúpa við staur í þeirri viðleitni sinni að fá álver á Bakka. Þó er itað að öll sú orka, sem fyrirfinnst á Norðaustur-landi, dugar vart til þess að knýja ver af þeirri stæðr sem erlendir auðhringir telja ákjósanverða. Öllu verra er þó að sá gríðarlegi kostnaður, sem felst í uppbyggingu slíkrar stóriðju, skapar örfáum einstaklingum atvinnu er tekið er hlutfall af heildarfjölda fólks á íslenska vinnumarkaðinum. Slegið hefur verið á að nú vinni um eða undir 1% vinnufærra manna við áliðnaðinn og hann skapar jafnvel færri afleidd störf en fiskveiðar og landbúnaður.

Þegar mið er tekið af því að nú hefur meirihluti þeirrar orku sem hagkvæmt er að virkja á Íslandi, verið beislaður, verður að talja óðs manns æði að ætla að fleygja meirihluta þeirrar orku sem eftir er í eitt eða tvö álver í stað þess að leita leiða til þess að skapa störf handa fleira fólki en rumast innan álveranna. Þessi staðreynd og baráttan um auðlindirnar sem eignar íslensku þjóðanna hlýtur að setja mark sitt á stjórnmálaumræðuna næstu mánuði.

Samfylkingin verður að hætta að láta hrekjast undan ásælni gírugra ofsagróðaafla og hugsa fremur um langtímahagsmuni þessarar þjóðar. Þingeyingar verða að taka sinnaskiptum og reikna dæmið upp á nýtt. Þar með eiga þeir að hætta að teyma erlend fyrirtæki á asnaeyrunum áður en þeir baka sér skaðabótaskyldu auk annars álitshnekkis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband