Með hverjum mælti Sjálfstæðisflokkurinn til stjórnlagaþings?

Kvittur hefur gengið um það manna á meðal að stjórnmálaflokkar hafi reynt með einum eða öðrum hætti að ota sínum tota fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings sem háðar voru 27. nóvember síðastliðinn.

Ritstjóra þessara síðna barst í dag afrit tölvupósts þar sem koma fram athyglisverðar upplýsingar um meint afskipti Sjálfstæðisflokksins af kosningum til stjórnlagaþingsins. Sagt er einnig að LÍÚ hafi sent út slíkan lista til félagsmanna sinna. En tölvuskeytið fer hér að neðan orðrétt.

„Þeir sem skráðir eru á póstlista Sjálfstæðisflokksins hafa í kvöld verið að fá tilbúinn lista sendan með nöfnum og númerum frambjóðenda til stjórnlagaþings sem eru „með hógværar skoðanir á breytingum stjórnarskrár.“ Eftir því sem kemur fram í póstsendingunni er listinn settur saman með það að markmiði að kynna frambjóðendur sem „sýna myndu skynsemi við framkvæmd þess stóra verkefnis sem framundan er á stjórnlagaþinginu.“ Frambjóðendalista hinna hógværu er síðan raðað eftir stafrófsröð og tekið fram að það sé kjósenda að raða upp lista byggðum á þessum nöfnum. „Kjörið er að prenta þetta blað út og taka með á kjörstað,“ segir að lokum en undir póstinn skrifar „áhugafólk um hógværar og skilvirkar breytingar á stjórnarskrá.“

Listinn sem sendur var út á alla á póstlista Sjálfstæðisflokksins í kvöld:

Brynjólfur Sveinn Ívarsson

Elías Blöndal Guðjónsson

Elías Theodórsson

Frosti Sigurjónsson

Garðar Ingvarsson

Gísli Kristjánsson

Grímur Sigurðsson

Guðbrandur Ólafsson

Guðmar Ragnar Stefánsson

Guðmundur B. Friðriksson

Gunnar Þórðarson

Halldór Jónsson

Inga Lind Karlsdóttir

Jón Axel Svavarsson

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Lára Óskarsdóttir

Loftur Már Sigurðsson

Magnús Ingi Óskarsson

Magnús Thoroddsen

Ólafur Sigurðsson

Patricia Anna Þormar

Pawel Bartoszek

Sigurður Aðalsteinsson

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Skafti Harðarson

Vignir Bjarnason

Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson

Þorsteinn Arnalds

Þorsteinn Hilmarsson

Þorvaldur Hrafn Yngvason“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held að margir hópar hafi sent lista ég sjálfur bað um lista yfir fólk sem væri á móti ESB inngöngu. þ.e. lokaði stjórnarskránni fyrir inngöngu í annað ríkjasamband. Auðvita fór ég yfir listan og merkti við þá sem mér líkað.

Valdimar Samúelsson, 5.12.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki fékk ég þennan lista og er ég þó á póstlista Sjálfstæðisflokksins.

Gústaf Níelsson, 6.12.2010 kl. 15:45

3 identicon

Sæll

Þarna fer eitthvað milli mála; a.m.k. hefur ekki tekist að koma þessum lista til okkar sem erum félagar í Sjálfstæðisflokknum til margar ára. Mér sýnist Evrópusamtökunum hins vegar hafa tekist vel upp í að raða á þetta þing. Hlutfall stuðningsmanna ESB er alveg í öfugu hlutfalli við stuðning við ESB á Íslandi.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Éigi fékk ég þennann lista heldur...

Held að hinir flokkarnir séu ekkert betri...til að mynda Samfó..

Sammála Einar...

Er svo asssk..hræddur um að þetta stjórnist mest af örfáum mönnum konum á þessu Stjórnlagaþingi,til hjálpar Samfó og þeirra einstefnu...

Halldór Jóhannsson, 7.12.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband