Skertur réttur og kjör á krepputímum

Á tímum sem þeim, sem Íslendingar og fleiri þjóðir búa við um þessar mundir, reynir hver að bjarga sér sem best hann getur. Á það jafnt við um fyrirtæki sem einstaklinga. Ýmsir hafa ýjað að því að atvinnurekendur hafi sumir nýtt sér ástandið og ráðið til sín verktaka í ríkara mæli en áður, en réttur þeirra er takmarkaður.

Nýlega bárust spurnir af fyrirtæki nokkru sem er með sérstaka söludeild og eru þar flestir verktakar. Fyrirtækið ákvað að breyta verðskrá sinni. Leiddu breytingarnar til þess að kjör sölumanna (verktaka) skertust um þriðjung. Sagt er a sölumennirnir hafi ekki átt annarra kosta völ en að sætta sig við kjaraskerðinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband