Tölvustríðið og öryggi almennings

Í gær hugðist ég fara inn í heimabankann minn og færa fé af einum reikningi á annan. Að undanförnu hef ég notað til þess rafræn skilríki á debet-korti. Nú brá svo við að ég komst ekki inn í bankann með kortinu.

Þegar ég hafði samband við bankann var mér tjáð að eitthvað væri að í gagnagrunni hans og væru rafræn skilríki óvirk. Nú held ég að þessi debet-kort séu með einum eða öðrum hætti tengd kortafyrirtækjunum og þau hafa skorið upp herör gegn Wikileaks. Kortafyrirtækin eru þannig orðin handbendi Bandaríkjamanna og annarra sem telja sig eiga um sárt að binda vegna "skjalalekans".

Í heimsvæðingunni, sem fáir hafa farið varhluta af, verður hver öðrum háður og almenningur verður ofurseldur valdi stórfyrirtækja. Rafræn skilríki þóttu talsverð framför og ímyndaði ég mér að þau gætu opnað ýmsum hópum aðgang að þjónustuveitum sem annars voru lokaðar. Skjátlaðist mér? Verð ég ef til vill enn háðari duttlungum kortafyrirtækjanna með því að nota rafræn skilríki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband